Sérhæfð gagnabjörgun
Datatech býr yfir sérhæfðum tæknibúnaði og þekkingu til að klára málin hérlendis
Datatech er eina fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í gagnabjörgun og býr yfir sérhæfðum tæknibúnaði og þekkingu til að klára málin hérlendis. Veldu trausta aðila með yfir 20 ára reynslu og þekkingu í faginu til þess að endurheimta gögnin þin.
Harðir diskar og aðrar gagnageymslur eru mjög viðkvæm tæki og sérstaklega eftir að þeir hafa bilað og því er alltaf öruggara að velja gagnabjörgunarþjónustu innanlands þar sem póstsendingar verða alltaf fyrir miklu hnjaski á ferðalagi sínu og einnig áhætta á því að pakkar einfaldlega týnist eða skemmist.
Vöktuð gagnaafritun
Vöktuð, dulkóðuð gagnaafritun í skýið með S3 hlutlæsingu
Með Datatech gagnaafritun tryggir þú öryggi gagna fyrirtækisins með sjálfvirkri og vaktaðri gagnaafritun af öllum vinnustöðvum, netþjónum og skýjagögnum.
Datatech Gagnaafritun styður S3 Object Lock á AWS S3 geymslusniðmátum, sem tryggja óumbreytanleika gagna. Þessir eiginleikar bjóða upp á hámarksvernd gegn gagnatapi, óviðkomandi aðgangi og gagnagíslatökum
TÖLFRÆÐI
Okkar helstu lykiltölur
Endurheimtarhlutfall
Ánægðir viðskiptavinir
Ára reynsla sérfræðinga í faginu
Þjónustuframboð
Hvað getum við
gert fyrir þig?
Okkar markmið er að veita þér framúrskarandi þjónustu
Gagnabjörgun af hörðum diskum
Unnt er að bjarga gögnum af öllum gerðum harðra diska, óháð stýrikerfi. Gagnabjörgunarverkefnum höfum við skipt upp í þrjá flokka eftir því hversu mikið þarf að gera til þess að bjarga gögnum.
Gagnabjörgun af SSD diskum
Við björgum gögnum af SSD (Solid State Drive) diskum. SATA SSD, NVMe SSD diskum, M.2 SSD diskum og PCIe SSD diskum. Við búum yfir sérhæfðum búnaði til þess að afrita gögn beint af Nand/Flash kubbunum sem liggja á PCB plötum SSD diska.
Gagnabjörgun af minniskortum
Við getum bjargað gögnum af biluðum eða dauðum SD, SDHC, SDXC, Micro SD, Micro SDHC, xD og compact flash minnis- og myndavélakortum. Einnig eftir að búið er að formata kortið óvart eða eyða gögnunum.
Gagnabjörgun af snjallsímum
Við getum bjargað gögnum af öllum gerðum af snjallsímum;
Apple, Samsung, Huawei, Nokia, Sony, LG, HTC o.fl. Hvort sem þeir virka, eru með brotna skjái eða skemmdir á annan hátt.
Gagnabjörgun af diska stæðum
Við búum yfir sérhæfðum tækjabúnaði til þess að bjarga gögnum af RAID stæðum. Hægt er að framkvæma RAID gagnabjörgun þegar skráargeiri (e.partition) af RAID stæðunni kemur ekki fram í Windows eða Disk utility í MAC OS og einnig þegar t.d. tveir diskar eru bilaðir í RAID stæðu eða jafnvel fleiri.
Gagnabjörgun af USB kubbum
Við björgum gögnum af öllum gerðum af USB minniskubbum, hvort sem gögnum hefur verið eytt, kubburinn dauður eða kemur ekki fram í stýrikerfi
Aflæsing á Android snjallsímum
Við getum aðstoðað við að opna Android snjallsíma ef PIN hefur gleymst. Þetta fer þó eftir tegund síma og útgáfu stýrikerfis á þeim. Við getum ekki aflæst iPhone símum eins og er en það verður mögulega hægt í nákominni framtíð.
Stafrænar rannsóknir
Við tökum að okkur ýmiskonar stafrænar rannsóknir. (e. Digital Forensics)
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA?
Greinar og fréttir af okkur
Netárásir, Gagnagíslatökur, Lausnargjöld, „Sextortion“ og varnir gegn þeim.
Í þessari grein förum við yfir helstu ógnir sem ber að varast á internetinu og hvernig best er að tryggja að enginn geti hakkað sig inn á samfélagsmiðlana þína, tölvuna og gögnin þín! I. Inngangur Datatech.is hefur undanfarin ár fengið óteljandi fyrirspurnir frá fólki sem hefur lent í ýmiskonar netárásum og net-svindli. Netárásir aukast með hverjum degi og sífellt eru að koma fram nýjar leiðir sem tölvuglæpamenn eða hakkarar nota…
Eru gögn og afrit íslenskra fyrirtækja örugg fyrir gagnagíslatökum?
Eru gögn fyrirtækisins örugg? 🔒 Þarf þitt fyrirtæki að hafa áhyggjur af gagnagíslatökum? Þetta þarf ekki að vera flókið, við höfum lausnir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á frábærum kjörum og við hjálpum þér að koma þessum málum í lag! 7 ókeypis ráð um hvernig þú kemur í vegfyrir netárásir!
Tryggðu gögnin þín fyrir gagnagíslatökum og öðrum áföllum með Gagnaafritun Datatech. Dulkóðuð og vöktuð afritun inn á grænt ský af öllum þínum gögnum!
Datatech gagnaafritun býður upp á sjálfvirkt öryggisafritunarferli sem tryggir að gögnin þín séu alltaf örugg og tiltæk. Ferlið hefst með því að skilgreina hvaða gögn á að taka afrit af og hversu oft afritun eiga að fara fram. Aðeins er tekið fullt afrit af hverri skrá einu sinni svo breytingar sjálfkrafa í framhaldi af því, við mælum með að stilla kerfið til að taka að minnsta kosti afrit 12 sinnum á sólarhring.
Hefur þú tapað dýrmætum gögnum? Hvað er hægt að gera í því?
Fyrstu aðgerðir skipta öllu ef þú hefur lent í því að tapa gögnum. Hérna eru nokkur mikilvæg atriði: Fyrsta skrefið er að senda okkur þjónustubeiðni ef þú hefur tapað mikilvægum gögnum.
Hvað er S3 Hlutlæsing? Settu öryggisbelti á gögnin þín og verðu þau fyrir óhöppum eða netárásum.
S3 hlutlæsing er eins og ofuröflugur lás sem þú setur á gögnin þín í skýinu. Þegar þú læsir hlut (sem er bara fínt orð yfir skrá eða gögn), þá er eins og þú sért að setja hann í peningaskáp með tímalási. Enginn getur breytt hlutnum eða eytt honum fyrr en tíminn sem þú ákveður er liðinn. Með Datatech Gagnaafritun getur þú valið hversu lengi gögnin eiga vera óumbreytanleg. Með því…
Saga og þróun harða disksins í myndum
Frá byrjun tölvualdar hefur geymsla gagna og gagnabjörgun þróast gríðarlega mikið. Með þessari grein langar okkur að tipla aðeins á sögu harða disksins, þróun og mikilvægi hans í nútíma samfélagi.
Gagnabjörgun af hörðum diskum og „Einar frændi“
Við hjá Datatech getum bjargað gögnum af öllum gerðum harðra diska, óháð tegund og stýrikerfi. (Hvort sem um er að ræða PC eða Mac tölvur þá erum við fullfærir á bæði…) Datatech er eina fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig algjörlega í gagnabjörgun og hefur verið starfandi í faginu í yfir 12 ár og býr yfir sérhæfðum tæknibúnaði frá AceLab sem eru leiðtogar í faginu. Einnig erum við með búnað…
Gagnaafritun Prófaðu Datatech Gagnaafritun frítt í 14 daga!
Spurt og Svarað
Svör við algengustu spurningunum um Gagnabjörgun
Við byrjum alltaf á því bilanagreina búnaðinn og sendum svo nákvæma skýrslu með tölvupósti sem skýrir frá áætlaðri niðurstöðu, hvað við áætlum langan tíma í verkefnið og hversu stóru hlutfalli af gögnum við áætlum að hægt sé að bjarga, ásamt föstu verðtilboði í gagnabjörgun sem sýnir heildarkostnað við gagnabjörgun, sundurliðun á mögulegu varahlutaverði, verð á nýjum diskum undir gögn og hvort það sé farið fram á innborgun inn á málið. Þú svo annaðhvort samþykkir eða hafnar tilboðinu. Sé tilboði hafnað innheimtum við 11.900 kr greiningargjald fyrir hvern hlut sem komið er með í bilanagreiningu.
Erfitt er að segja til um kostnað við gagnabjörgun fyrirfram. Til eru óendanlega margar gerðir af mismunandi gagnageymslum og þær misjafnlega erfiðar viðureignar. Við byrjum alltaf á bilanagreiningu á búnaðinum, skoðum hvað þarf að gera og hvort við höfum fengið sambærileg mál til að geta áætlað tíma. Skoðum hvaða aðferð þarf að beita og hvort sé þörf á varahlutum, og ef svo er, hvað þeir kosta. Eftir þessa skoðun færðu senda skýrslu og fast tilboð í gagnabjörgun sem sýnir kostnað ef málið heppnast og einnig lágmarkskostnað ef t.d. ekki er hægt að bjarga gögnunum sem er mjög sjaldgæft eða í undir 10% tilfella.
Eftir að vinnu við gagnabjörgun er lokið færðu sendan skráalista á .html sniði sem sýnir öll þau gögn sem hægt var að bjarga og hægt er að skoða í hvaða vafra sem er. Gögnin eru afhent ýmist á nýjum flökkurum sem þú getur valið að kaupa hjá okkur eða komið með þinn eiginn eða við sendum gögnin rafrænt ef um lítið gagnamagn er að ræða (undir 100GB).
Það er mjög misjafnt hvað vinna við gagnabjörgun tekur langan tíma og fer eftir hversu flókið málið er. Þegar við t.d. fáum harða diska sem eru með mjög slitið segulyfirborð þarf að lesa mjög varlega af þeim á mun hægari hraða en þeir eru upphaflega hannaðir fyrir. Þegar þú færð skýrsluna senda eftir bilanagreiningu kemur fram í henni tímaáætlun. Þá spilar einnig inn í hvort þurfi að kaupa varahluti erlendis frá og hvort þurfi að bíða lengi eftir þeim.