Móttaka búnaðar í Reykjavík
Móttaka búnaðar í Reykjavík fer fram hjá Pixlar, samstarfsaðila okkar á Suðurlandsbraut 54.
Opnunartími er alla virka daga frá 10.00-18.00 og á laugardögum frá 11.00-15.00.
Pixlar sjá aðeins um móttöku búnaðar og geta ekki svarað tæknilegum spurningum eða sagt til um stöðu verkefna í vinnslu hjá Datatech. Til þess að kanna stöðu á verkefni er best að senda okkur tölvupóst á hjalp@datatech.is eða hringja í síma 571-9300
Um félagið
Datatech.is er rekið af einkahlutafélaginu Datatech ehf.
- Kennitala: 420115-0240
- VSK nr: 119183
- D-U-N-S number: 500799513
Móttaka reikninga
Við tökum aðeins við rafrænum reikningum sendum í gegnum skeytamiðlara.
Hægt er að hafa samband við bókara félagins með því að senda tölvupóst á bokhald@datatech.is
Hafðu samband
Hringdu í síma 571-9300 og talaðu við þjónustufulltrúa eða sendu okkur tölvupóst á hjalp@datatech.is
Sagan hefst árið 2012
Hugmyndin að fyrirtækinu kviknaði þegar stofnandi félagsins starfaði við viðgerðir og uppfærslur á tölvubúnaði hjá Opnum Kerfum. Algengt var að viðskiptavinir kæmu með bilaða harða diska sem ekki var hægt að ná gögnunum af með þeim verkfærum og aðferðum sem venjuleg tölvuverkstæði höfðu yfir að ráða og var yfirleitt var svarið til viðskiptavina að ekkert væri hægt að gera til að endurheimta gögnin, án þess að það hafi verið skoðað nánar.
Því hóf stofnandi félagsins að kynna sér hvaða lausnir væru í boði á markaðnum og eftir að hafa skoðað ýmsa mögulega var ákveðið að kaupa búnað frá Acelab. Lítið var til af upplýsingum um hvað væri best og þessi markaður er mjög lokaður og þeir sem höfðu þekkinguna vildu ekki deila henni nema fyrir stórar fjárhæðir. Andri sótti því námskeið hjá Acelab og komst þar í samband við aðila í Bretlandi sem höfðu verið í faginu í áratug og myndaðist þar gott samstarf. Þeir komu til Íslands og aðstoðuð hann við að hanna verkferla, og þjálfa betur í að leysa flókin gagnabjörgunarmál og kenndu honum allt sam þurfti.
Árið 2024 var bætt við gagnaafritun, skýjalausnum og netöryggislausnum við þjónustuframboðið þar sem gríðarleg þörf er á auknu gagnaöryggi hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem hafa verið stór hluti viðskiptavina Datatech síðastliðin áratug.
Tilgangur okkar og markmið er að vera leiðandi fyrirtæki í skýjalausnum og þjónustu á sviði gagnabjörgunar, gagnaafritunar og gagnaöryggis og að vera samherji sem þú getur treyst fyrir þínum gögnum og viðskiptum.
Við höfum einstaka sérþekkingu í gagnabjörgun af hörðum diskum, SSD drifum, RAID stæðum, minniskortum og snjallsímum.
Fyrirtækið var stofnað árið 2012 og höfum við unnið fyrir ýmsar ríkisstofnanir, fyrirtæki og einstaklinga. Við erum eina fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í gagnabjörgun og notumst alltaf við viðurkenndar aðferðir og nýjustu tækni í gagnabjörgun.
Við leggjum áherslu á gott samstarf við öll helstu upplýsingatæknifyrirtæki á landinu. Við erum með vottun frá IPDRA, samtaka gagnabjörgunarfyrirtækja í heiminum og vinnum eftir þeirra stöðlum. Við sækjum einnig reglulega ráðstefnur og námskeið erlendis til að fylgjast með nýjungum á þessu sviði.
Okkar leiðarljós er öryggi gagna okkar viðskiptavina sem við sköpum með sérfræðiþekkingu, faglegum vinnubrögðum og framúrskarandi þjónustu.
Við leggjum mikla áherslu á gagnsæi og heiðarleika í okkar viðskiptum.
Við erum í vottunarferli í gegnum Vanta.com með markmið um að fá ISO27001 vottun. Við meðhöndlum því gögn viðskiptavina og upplýsingar samkvæmt ISO27001 reglugerðum.
Við leggjum mikla áherslu á trúnað og að gögn viðskiptavina sé alltaf örugg hjá okkur.
Starfsmenn Datatech eru bundnir trúnaðarskyldu í sínum störfum.
Eftir að gagnabjörgun er lokið geymum við gögn viðskiptavinar aðeins í 7 daga eftir að þau hafa verið afhent og þeim er eytt varanlega með öruggum hætti í framhaldinu.
Gögn sem við hýsum fyrir viðskiptavini í gagnaafritun eru dulkóðuð og starfsmenn geta því ekki séð gögn viðskiptavina, nema viðskiptavinur gefi sérstaka heimild til þess.
Við getum undirritað sérstaka trúnaðaryflirlýsingu (NDA) við viðskiptavin sé þess óskað ef um er að ræða viðkvæm gögn.
Kynntu þér Öryggisstefna Datatech
Markmið okkar
Markmið Datatech er vera leiðandi fyrirtæki í skýjalausnum og þjónustu á sviði gagnabjörgunar, gagnaafritunar og gagnaöryggis og að vera samherji sem þú getur treyst fyrir þínum gögnum og viðskiptum.
Okkar leiðarljós er öryggi gagna okkar viðskiptavina sem við sköpum með sérfræðiþekkingu, faglegum vinnubrögðum og framúrskarandi þjónustu.
Við fylgjum öryggisstefnu fyrirtækisins í öllum okkar störfum sem byggir á ISO 27001 staðlinum.
Sjálfbærnisstefna Datatech
- Tryggja starfsmönnum heilsusamleg og örugg starfsskilyrði.
- Velja við innkaup á vöru og þjónustu umhverfisvæna, umhverfismerkta og/eða endurunna vöru þar sem því verður við komið.
- Vinna með umhverfisvottuðum birgjum sem draga úr myndun úrgangs og stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu hans.
- Bjóða upp á græna hýsingu gagna með því að velja aðeins kolefnishlutlausa samstarfsaðila.
- Halda orkunotkun í lágmarki og leitast við að draga úr mengun í starfsemi félagsins.
- Senda ónýtan rafeindabúnað og rafhlöður í förgun.
- Hvetja til endurvinnslu pappírs og úrgangs.
- Að draga úr pappírsnotkun í starfsemi félagsins.
- Miðla upplýsingum um sjálfbærni og fræðslu til starfsmanna.
- Tryggja að öllum lagakröfum á sviði umhverfismála sé fullnægt og settar séu strangari kröfur þar sem við á.
- Datatech er aðili Festu miðstöð um sjálfbærni og við notum Loftslagsmæli Festu til að fylgjast með kolefnisspori fyrirtækisins.
Vörumerki Datatech
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA?
Greinar og fréttir af okkur
Eru skýjagögn fyrirtækja raunverulega örugg?
Af hverju ættum við að þurfa að taka gagnaafrit af gögnum sem við notum daglega og eru geymd hjá fyrirtækjum eins og Microsoft, Google og Dropbox? Myndi maður ekki vænta þess að gögnin séu fullkomlega örugg hjá þeim og að þeim sé treystandi fyrir þeim? Þetta eru jú alþjóðleg stórfyrirtæki sem reka skýjaþjónustur sem milljónir manna út um allan heim nota.
Eru gögn og gagnaafrit íslenskra fyrirtækja örugg fyrir gagnagíslatökum? 7 ókeypis ráð til að auka gagnaöryggi hjá þínu fyrirtæki.
Eru gögn fyrirtækisins örugg? 🔒 Þarf þitt fyrirtæki að hafa áhyggjur af gagnagíslatökum? Þetta þarf ekki að vera flókið, við höfum lausnir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á frábærum kjörum og við hjálpum þér að koma þessum málum í lag! 7 ókeypis ráð um hvernig þú kemur í vegfyrir netárásir!
Tryggðu gögnin þín fyrir gagnagíslatökum og öðrum áföllum með gagnaafritun Datatech. Dulkóðuð og vöktuð afritun inn á grænt ský af öllum þínum gögnum!
Datatech gagnaafritun býður upp á sjálfvirkt öryggisafritunarferli sem tryggir að gögnin þín séu alltaf örugg og tiltæk. Ferlið hefst með því að skilgreina hvaða gögn á að taka afrit af og hversu oft afritun eiga að fara fram. Aðeins er tekið fullt afrit af hverri skrá einu sinni svo breytingar sjálfkrafa í framhaldi af því, við mælum með að stilla kerfið til að taka að minnsta kosti afrit 12 sinnum á sólarhring.
Sértilboð á gagnabjörgun af SSD diskum með firmware eða “translator” túlkara skemmdir á aðeins 65.900 kr. (tilboð gildir til áramóta)
Sértilboð á gagnabjörgun af sATA SSD diskum með firmware eða “translator” túlkara skemmdir á aðeins 65.900 kr. (tilboð gildir til áramóta)Liggur hjá þér sATA (2,5″) SSD eða sATA M2.SSD diskur sem hætti að virka upp úr þurru? Við hjá Datatech.is vorum að fá glænýja uppfærslu á gagnabjörgunarbúnað okkar sem gerir okkur mögulegt að lagfæra mjög algengar túlkara “translator” skemmdir sem eru í flestum tilfellum ástæðan fyrir því að sATA SSD oog Sata…
Óumbreytanleg gagnaafrit eru lykilatriði í netöryggi fyrirtækja
Veist þú hvernig gagnaafrit eru geymd hjá þínu fyrirtæki? Það er augljóst að öryggi gagna og netvarnir fyrirtækja skipta gríðarlega miklu máli nú þegar netárásir aukast með hverjum deginum. Almennt vita stjórnendur fyrirtækja að það er mikilvægt að taka gagnaafrit en hvernig þessi gagnaafrit eru geymd skiptir hins vegar öllu máli og margir möguleikar eru í boði á markaðnum svo vanda þarf valið. Hvort sem það snýst um að tryggja…
Hvað er S3 Hlutlæsing? Settu öryggisbelti á gögnin þín og verðu þau fyrir óhöppum eða netárásum.
S3 hlutlæsing er eins og ofuröflugur lás sem þú setur á gögnin þín í skýinu. Þegar þú læsir hlut (sem er bara fínt orð yfir skrá eða gögn), þá er eins og þú sért að setja hann í peningaskáp með tímalási. Enginn getur breytt hlutnum eða eytt honum fyrr en tíminn sem þú ákveður er liðinn. Með Datatech Gagnaafritun getur þú valið hversu lengi gögnin eiga vera óumbreytanleg. Með því…
Gagnabjörgun af hörðum diskum og “Einar frændi”
Við hjá Datatech getum bjargað gögnum af öllum gerðum harðra diska, óháð tegund og stýrikerfi. (Hvort sem um er að ræða PC eða Mac tölvur þá erum við fullfærir á bæði…) Datatech er eina fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig algjörlega í gagnabjörgun og hefur verið starfandi í faginu í yfir 12 ár og býr yfir sérhæfðum tæknibúnaði frá AceLab sem eru leiðtogar í faginu. Einnig erum við með búnað…
Saga og þróun harða disksins í myndum
Frá byrjun tölvualdar hefur geymsla gagna og gagnabjörgun þróast gríðarlega mikið. Með þessari grein langar okkur að tipla aðeins á sögu harða disksins, þróun og mikilvægi hans í nútíma samfélagi.
Netárásir, Gagnagíslatökur, Lausnargjöld, “Sextortion” og varnir gegn þeim.
Í þessari grein förum við yfir helstu ógnir sem ber að varast á internetinu og hvernig best er að tryggja gagnaöryggi hjá þér eða þínu fyritæki. Netárásir aukast með degi hverjum Datatech.is hefur undanfarin ár fengið óteljandi fyrirspurnir frá fólki sem hefur lent í ýmiskonar netárásum og net-svindli. Netárásir aukast með hverjum degi og sífellt eru að koma fram nýjar leiðir sem tölvuglæpamenn eða hakkarar nota til þess að reyna…
Hefur þú tapað dýrmætum gögnum? Hvað er hægt að gera í því?
Fyrstu aðgerðir skipta öllu ef þú hefur lent í því að tapa gögnum. Hérna eru nokkur mikilvæg atriði: Fyrsta skrefið er að senda okkur þjónustubeiðni ef þú hefur tapað mikilvægum gögnum.