571-9300 hjalp@datatech.is Suðurlandsbraut 54 10:00-18:00 virka daga og 11:00-15:00 laugardaga

Móttaka búnaðar í Reykjavík

Móttaka búnaðar í Reykjavík fer fram hjá Pixlar, samstarfsaðila okkar á Suðurlandsbraut 54.

Opnunartími er alla virka daga frá 10.00-18.00 og á laugardögum frá 11.00-15.00.

Pixlar sjá aðeins um móttöku búnaðar og geta ekki svarað tæknilegum spurningum eða sagt til um stöðu verkefna í vinnslu hjá Datatech. Til þess að kanna stöðu á verkefni er best að senda okkur tölvupóst á hjalp@datatech.is eða hringja í síma 571-9300

Um félagið

Datatech.is er rekið af einkahlutafélaginu Datatech ehf.

  • Kennitala: 420115-0240
  • VSK nr: 119183
  • D-U-N-S number: 500799513

Móttaka reikninga

Við tökum aðeins við rafrænum reikningum sendum í gegnum skeytamiðlara.

Hægt er að hafa samband við bókara félagins með því að senda tölvupóst á bokhald@datatech.is

Hafðu samband

Hringdu í síma 571-9300 og talaðu við þjónustufulltrúa eða sendu okkur tölvupóst á hjalp@datatech.is

Sagan hefst árið 2012

Hugmyndin að fyrirtækinu kviknaði þegar stofnandi félagsins starfaði við viðgerðir og uppfærslur á tölvubúnaði hjá Opnum Kerfum. Algengt var að viðskiptavinir kæmu með bilaða harða diska sem ekki var hægt að ná gögnunum af með þeim verkfærum og aðferðum sem venjuleg tölvuverkstæði höfðu yfir að ráða og var yfirleitt var svarið til viðskiptavina að ekkert væri hægt að gera til að endurheimta gögnin, án þess að það hafi verið skoðað nánar.

Því hóf stofnandi félagsins að kynna sér hvaða lausnir væru í boði á markaðnum og eftir að hafa skoðað ýmsa mögulega var ákveðið að kaupa búnað frá Acelab. Lítið var til af upplýsingum um hvað væri best og þessi markaður er mjög lokaður og þeir sem höfðu þekkinguna vildu ekki deila henni nema fyrir stórar fjárhæðir. Andri sótti því námskeið hjá Acelab og komst þar í samband við aðila í Bretlandi sem höfðu verið í faginu í áratug og myndaðist þar gott samstarf. Þeir komu til Íslands og aðstoðuð hann við að hanna verkferla, og þjálfa betur í að leysa flókin gagnabjörgunarmál og kenndu honum allt sam þurfti.

Árið 2024 var bætt við gagnaafritun, skýjalausnum og netöryggislausnum við þjónustuframboðið þar sem gríðarleg þörf er á auknu gagnaöryggi hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem hafa verið stór hluti viðskiptavina Datatech síðastliðin áratug.

Tilgangur okkar og markmið er að vera leiðandi fyrirtæki í skýjalausnum og þjónustu á sviði gagnabjörgunar, gagnaafritunar og gagnaöryggis og að vera samherji sem þú getur treyst fyrir þínum gögnum og viðskiptum.

Við höfum einstaka sérþekkingu í gagnabjörgun af hörðum diskum, SSD drifum, RAID stæðum, minniskortum og snjallsímum.

Fyrirtækið var stofnað árið 2012 og höfum við unnið fyrir ýmsar ríkisstofnanir, fyrirtæki og einstaklinga. Við erum eina fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í gagnabjörgun og notumst alltaf við viðurkenndar aðferðir og nýjustu tækni í gagnabjörgun.

Við leggjum áherslu á gott samstarf við öll helstu upplýsingatæknifyrirtæki á landinu. Við erum með vottun frá IPDRA, samtaka gagnabjörgunarfyrirtækja í heiminum og vinnum eftir þeirra stöðlum. Við sækjum einnig reglulega ráðstefnur og námskeið erlendis til að fylgjast með nýjungum á þessu sviði.

Okkar leiðarljós er öryggi gagna okkar viðskiptavina sem við sköpum með sérfræðiþekkingu, faglegum vinnubrögðum og framúrskarandi þjónustu.

Við leggjum mikla áherslu á gagnsæi og heiðarleika í okkar viðskiptum.

Við erum í vottunarferli í gegnum Vanta.com með markmið um að fá ISO27001 vottun. Við meðhöndlum því gögn viðskiptavina og upplýsingar samkvæmt ISO27001 reglugerðum.

Við leggjum mikla áherslu á trúnað og að gögn viðskiptavina sé alltaf örugg hjá okkur.

Starfsmenn Datatech eru bundnir trúnaðarskyldu í sínum störfum.

Eftir að gagnabjörgun er lokið geymum við gögn viðskiptavinar aðeins í 7 daga eftir að þau hafa verið afhent og þeim er eytt varanlega með öruggum hætti í framhaldinu.

Gögn sem við hýsum fyrir viðskiptavini í gagnaafritun eru dulkóðuð og starfsmenn geta því ekki séð gögn viðskiptavina, nema viðskiptavinur gefi sérstaka heimild til þess.

Við getum undirritað sérstaka trúnaðaryflirlýsingu (NDA) við viðskiptavin sé þess óskað ef um er að ræða viðkvæm gögn.

Kynntu þér Öryggisstefna Datatech

Markmið okkar

Markmið Datatech er vera leiðandi fyrirtæki í skýjalausnum og þjónustu á sviði gagnabjörgunar, gagnaafritunar og gagnaöryggis og að vera samherji sem þú getur treyst fyrir þínum gögnum og viðskiptum.

Okkar leiðarljós er öryggi gagna okkar viðskiptavina sem við sköpum með sérfræðiþekkingu, faglegum vinnubrögðum og framúrskarandi þjónustu.

Við fylgjum öryggisstefnu fyrirtækisins í öllum okkar störfum sem byggir á ISO 27001 staðlinum.

Varnir okkar innviða

Við verjum okkar skýjaþjónustur og innviði með forvirkri SOC netöryggisvöktun hjá SecureIT.

Við verjum okkar skýjaþjónustur og innviði með forvirkri SOC netöryggisvöktun BlackPoint cyber frá SecureIT þar sem skýjaþjónustuaðilar verða að tryggja hámarks öryggi á sínum kerfum til að tryggja hármarksöryggi gagna viðskiptavina. Þetta er í samræmi við NIS2 tilskipunina sem innleidd var í lög nr. 78/2019, sem fjallar þar á meðal um skyldur þjónustuaðila til að tryggja net og gagnaöryggi í sínum kerfum.

Sjálfbærnisstefna Datatech

  • Tryggja starfsmönnum heilsusamleg og örugg starfsskilyrði.
  • Velja við innkaup á vöru og þjónustu umhverfisvæna, umhverfismerkta og/eða endurunna vöru þar sem því verður við komið.
  • Vinna  með umhverfisvottuðum birgjum sem draga úr myndun úrgangs og stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu hans.
  • Bjóða upp á græna hýsingu gagna með því að velja aðeins kolefnishlutlausa samstarfsaðila.
  • Halda orkunotkun í lágmarki og leitast við að draga úr mengun í starfsemi félagsins.
  • Senda ónýtan rafeindabúnað og rafhlöður í förgun.
  • Hvetja til endurvinnslu pappírs og úrgangs.
  • Að draga úr pappírsnotkun í starfsemi félagsins.
  • Miðla upplýsingum um sjálfbærni og fræðslu til starfsmanna.
  • Tryggja að öllum lagakröfum á sviði umhverfismála sé fullnægt og settar séu  strangari kröfur þar sem við á.
  • Datatech er aðili Festu miðstöð um sjálfbærni  og við notum Loftslagsmæli Festu til að fylgjast með kolefnisspori fyrirtækisins.

Stoltur aðili Festu

Vörumerki Datatech

Datatech

HVAÐ ER AÐ FRÉTTA?

Greinar og fréttir af okkur

 Stofnandi

Samstarfsaðilar Datatech