571-9300 datatech@datatech.is Suðurlandsbraut 54 10:00-18:00 virka daga og 11:00-15:00 laugardaga

Um okkur

Veldu sérfræðinga með þekkingu og áratuga reynslu

Datatech var stofnað árið 2012 og við höfum síðan þá þjónustað yfir 4.500 einstaklinga, fyrirtæki og ríkisstofnanir. Markmið okkar er að veita þér framúrskarandi þjónustu.

Með Datatech gagnaafritun tryggir þú öryggi gagna fyrirtækisins með sjálfvirkri og vaktaðri afritun af öllum endapunktum/vinnustöðvum, Microsoft Office 365, netþjónum, gagnagrunnum, Synology afritunarstæðum ofl. Hægt er að velja um að taka speglunar (e.Disk Image) afrit af tölvum sem þýðir að þá er tekið afrit af stýrikerfinu í heild sinni, öllum stillingum og notandagögnum.

Hafðu skrifstofuna í skýinu!

Microsoft Office 365

Alltaf nýjasta útgáfa af Word, Excel, PowerPoint, OneNote og Access.

Vertu í góðu sambandi með nýjustu útgáfum af Outlook og Exchange

Stýrðu gögnum óháð staðsetningu með OneDrive gagnageymslu.

Fáðu uppfærslu upp í Windows 11 úr Windows 7, 8, 8.1 Pro og 10

99.9% uppitími ábyrgður og þjónusta allan sólarhringinn.

Við hjálpum þér að setja upp Office 365 með þínu eigin léni

Sjálfvirk gagnaafritun af öllum Office 365 gögnum fyrirtækisins með vaktaðri gagnaafritun Datatech

Ertu klár í þetta? Prófaðu Datatech Gagnaafritun frítt í 14 daga!

AES-256 Dulkóðun

Datatech Gagnaafritun tryggir öryggi gagna með AES-256-CTR Poly 1305 Mac for AEAD dulkóðun (bæði í flutningi og í hvíld), tveggja þátta auðkenningu (TOTP eða FIDO2 WebAuthn), hlutverkaskiptri aðgangsstýringu (RBAC) og öruggum gagnaflutningi sem er tryggður með TLS/SSL dulkóðun. Reglulega eru keyrðar prófanir á öryggisafritum til þess að tryggja að allt virki eins og það á að vera (backup/restore).

Sjálfvirk afritun

Datatech Gagnaafritun býður upp á sjálfvirkt öryggisafritunarferli sem tryggir að gögnin þín eru alltaf örugg og tiltæk. Ferlið hefst með því að skilgreina hvaða gögn á að taka afrit af og hversu oft afritun á að fara fram. Datatech Backup hugbúnaðurinn tekur svo öryggisafritin sjálfkrafa samkvæmt skilgreindum áætlunum. Þú getur valið um að fá sendar skýrslur um afritun daglega, vikulega eða mánaðarlega með tölvupósti og einnig færðu aðgang af vefviðmóti til þess að stjóra, stilla og fylgjast með.

Öflug vörn gegn gagnagíslatöku

Verðu þig fyrir gagnagíslatöku  (e.RansomWare). Hægt er að stilla kerfið til að taka sjálfkrafa „snapshot“ af öllum gögnum, stýrikerfinu og uppsetningu. Þannig að t.d. ef það kemst vírus inn á tölvubúnaðinn sem byrjar að dulkóða gögnin þín þá er til öruggt afrit af þeim í Datatech skýinu sem þú getur endurheimt með nokkrum músarsmellum. Fyrir aukið öryggi getum við einnig stillt kerfið til að nota einingalæsingu (e.object lock) sem tryggir að ekki er hægt að eiga neitt við afrituð gögn eða breyta þeim.

Einfalt og þægilegt viðmót

Datatech gagnaafritun er með einstaklega þægilegu notendaviðmóti þar sem hægt er að fylgjast með öllum endapunktum í afritun hjá okkur, sett afritun í gang, sett inn reglur og bætt við tækjum eftir þörfum. Einnig er hægt að láta okkur sjá um þetta og ekki haft neinar áhyggjur.

Starfsmenn

Sérfræðingar reiðubúnir til aðstoðar

Office 365

Það er einfalt að byrja! Prófaðu Datatech Gagnaafritun frítt í 14 daga!

Samstarfsaðilar