
Gagnabjörgun af SSD Diskum
Við björgum gögnum af SSD (Solid State Drive) diskum. SATA SSD, NVMe SSD diskum, M.2 SSD diskum og PCIe SSD diskum. Við búum yfir sérhæfðum búnaði til þess að afrita gögn beint af Nand /Flash kubbunum sem liggja á PCB plötum SSD diska. SSD gagnabjörgun er mjög flókin og í raun mun erfiðara að eiga við SSD diska heldur en hefðbunda harða diska. Ekki er hægt að bjarga gögnum af öllum gerðum SSD diska en þá aðallega þeim sem eru með svokallaða „on chip“ dulkóðun sem dulkóða gögnin, því yfirleitt skemmast þessir stýrikubbar sem geyma dulkóðunar lykilinn og þótt við mundum ná að bjarga gögnunum af ROM kubbunum sem geyma gögnin væru þau ólesanleg nema með þessum lykil.
Datatech er eina fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í gagnabjörgun og hefur verið starfandi í faginu í yfir 11 ár og býr yfir sérhæfðum tæknibúnaði og þekkingu til að klára málin á Íslandi. Veldu trausta aðila með þekkingu og reynslu í faginu til þess að enduheimta gögnin þin.
Fyrstu aðgerðir skipta öllu máli!
Ef þú hefur tapað verðmætum gögnum er fyrsta skrefið að senda okkur þjónustubeiðni og velja svo með hvaða hætti þú vilt koma búnaðinum til okkar
Ekki reyna að laga diskinn eftir ráðleggingum frá You Tube, ekki setja diskinn í frysti, eða reyna aðrar mýtur um gagnabjörgun. Ekki reyna ókeypis gagnabjörgunar hugbúnað sem þú finnur á internetinu. Varist að fara með SSDdiska í gagnabjörgun á venjuleg tölvuverkstæði, þar er engin sérþekking í gagnabjörgun. Ef þú vilt hámarka líkurnar á árangursríkri og öruggri gagnabjörgun, komdu þá strax með SSD diskinn eða tölvuna þína í heilu lagi til okkar þar sem fagmenn okkar hafa áratuga reynslu og þekkja alla mögulegar bilanir í hörðum diskum og vita hvernig er best að endurheimta gögnin á sem öruggastan hátt og lágmarka tjón þitt.