571-9300 datatech@datatech.is Suðurlandsbraut 54 10:00-18:00 virka daga og 11:00-15:00 laugardaga
USB stick, flash drive, datarecovery service

Gagnabjörgun af USB Kubbum

Við getum bjargað gögnum af dauðum USB kubbum

Datatech er eina fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í gagnabjörgun og hefur verið starfandi í faginu í yfir 12 ár og býr yfir sérhæfðum tæknibúnaði og þekkingu til að klára málin á Íslandi.

Sérfræðingar okkar hafa yfir 20 ára starfsreynslu í úrlausn flókinna gagnabjörgunarverkefna. Veldu trausta aðila með þekkingu og raunverulega reynslu í faginu til þess að endurheimta gögnin þin. Fyrstu aðgerðir skipta öllu máli!

Spurt og svarað

Við byrjum alltaf á því bilanagreina búnaðinn og sendum svo nákvæma skýrslu með tölvupósti sem skýrir frá áætlaðri niðurstöðu, hvað við áætlum langan tíma í verkefnið, hversu stóru hlutfalli af gögnum við áætlum að hægt sé að bjarga. Ásamt föstu verðtilboði í gagnabjörgun sem sýnir heildarkostnað við gagnabjörgun, sundurliðun á mögulegu varahlutaverði, verð á nýjum diskum undir gögn og hvort það sé farið fram á innborgun inn á málið. Þú svo annaðhvort samþykkir eða hafnar tilboðinu. Sé tilboði hafnað innheimtum við 12.900 kr greiningargjald fyrir hvern hlut sem komið er með í bilanagreiningu.

Erfitt er að segja til um kostnað við gagnabjörgun fyrir fram. Til eru óendanlega margar gerðir af mismunandi gagnageymslum og þær mis erfiðar viðureignar. Við byrjum alltaf á bilanagreiningu á búnaðinum, skoðum hvað þarf að gera og hvort við höfum fengið sambærileg mál til að geta áætlað tíma. Skoðum hvaða aðferð þarf að beita og hvort sé þörf á varahlutum og ef svo er þá hvað þeir kosta. Eftir þessa skoðun færðu senda skýrslu og fast tilboð í gagnabjörgun sem sýnir kostnað ef málið heppnast og einnig lágmarkskostnað ef t.d. ekki er hægt að bjarga gögnunum sem er mjög sjaldgæft eða undir 10% tilfella.

Eftir að vinnu við gagnabjörgun er lokið færðu sendan skráa lista á .html sniði sem sýnir öll þau gögn sem hægt var að bjarga og hægt er að skoða í hvaða vafra sem er. Gögnin eru afhent ýmist á nýjum flökkurum sem þú getur valið að kaupa hjá okkur eða komið með þinn eiginn eða við sendum gögnin rafrænt ef um lítið gagnamagn er að ræða (undir 100GB)

Það er mjög misjafnt hvað vinna við gagnabjörgun tekur langan tíma og fer eftir hversu flókið málið er. Þegar við t.d. fáum harða diska sem eru með mjög slitið segulyfirborð þarf að lesa mjög varlega af þeim á mun hægari hraða en þeir eru upphaflega hannaðir fyrir. Þegar þú færð skýrsluna senda eftir bilanagreiningu kemur fram í henni tímaáætlun. Þá spilar einnig inn í hvort þurfi að kaupa varahluti erlendis frá og hvort þurfi að bíða lengi eftir þeim.

Ef þú hefur tapað dýrmætum gögnum er fyrsta skrefið að senda okkur þjónustubeiðni og velja svo með hvaða hætti þú vilt koma búnaðinum til okkar

 

Við bilanagreinum USB kubbinn og sendum þér svo nákvæma skýrslu sem greinir frá áætluðum líkum á endurheimt gagna og tilboð í gagnabjörgun. Við notum gagnabjörgunarbúnað frá Acelab og Deepspar  sem eru frumkvöðlar í gagnabjörgun í heimum og leiðandi í þessum bransa.

Afritun, hvað er nú það?? Prófaðu Datatech Backup frítt í 14 daga!

Fyrstu aðgerðir skipta öllu máli!

Ef þú hefur lent í því óhappi að tölvan þín les ekki mininskortið þitt er best að hætta að reyna og koma með það strax til okkar séu mikilvæg gögn á því sem ekki meiga tapast.

Ekki reyna að fara eftir ráðleggingum frá You Tube eða reyna aðrar mýtur um gagnabjörgun. Ekki reyna ókeypis gagnabjörgunar hugbúnað sem þú finnur á internetinu. Varist að fara með minniskortið  í gagnabjörgun á venjuleg tölvuverkstæði, þar er engin sérþekking í gagnabjörgun.  Ef þú vilt hámarka líkurnar á árangursríkri og öruggri gagnabjörgun, komdu þá strax með harða diskinn eða tölvuna þína í heilu lagi til okkar þar sem fagmenn okkar hafa áratuga reynslu og þekkja alla mögulegar bilanir í öllum gerðum minniskorta og vita hvernig er best að endurheimta gögnin á sem öruggastan hátt og lágmarka tjón þitt.

Umsagnir viðskiptavina

Ég fékk mjög góða þjónustu. Mótaka verkefna er einföld og góð. Þjónustan er unnin hratt og örugglega. Í mínu tilfelli var um að ræða erfitt verkefni en ég fékk öll gögnin mín til baka.

Þorgeir Arnórsson

Stutt og laggott.. Kom með ónýtan disk en eftir mikið puð frá Datatech þá var hægt að bjarga öllu úr disknum og setja yfir í þennan "itty bitty" disk frá þeim. Draumur og allir ánægðir að geta loks séð allt aftur. Hjálp, ég er fiskur var sett í gang og allir sáttir. Hér er svo sjötta stjarnan.. *

Leifur Reynir Björnsson

Ég fékk fyrirmyndarþjónustu. Persónuleg tölvugögn mín voru illu heilli að mestu leyti vistuð á einum diski, sem varð allt í einu ólesanlegur. Eftir bilanagreiningu var mér bent á Datatech. Þar var gögnunum bjargað 100%. Öll samskipti voru eins og best verður á kosið.

Bjarni Frímann Karlsson

Virkilega hröð og professional þjónusta. Bjargaði gögnunum mínum 100% og var alltaf til staðar að svara hvaða spurningum sem er. Mæli með.

Helga Lilja Magnúsdóttir

Ég hef 2svar áður tapað gögnum og það gekk ekki að bjarga þeim. Annar diskurinn fór til Bretlands og hinn fór til viðgerðar hjá einstaklingi hér á íslandi. Ég var ekki bjartsýnn þegar móðurborð fór í fartölvunni minni og á móðurborðinu var SSD diskur. Apple verkstæði gat ekkert gert fyrir mig og bentu mér á Datatech en lofuðu ekki árangri. Ég var ekki bjartsýnn en ákvað að prófa. Ég fékk strax upplýsingar um hvað þetta myndi kosta. Eitt grunn verð sem varð að greiða fyrirfram og svo viðbótarkosnaður ef gagnabjörgun mundi takast. Þetta tók tíma en tókst og það var staðið við kosnaðaráætlunina. Ég get þeim bestu mögulegu meðmæli. Takk fyrir mig Gunnar Árnason Hljóðmaður

Gunnar Árnason

Hljóðmaður