571-9300 datatech@datatech.is Suðurlandsbraut 52 10:00-18:00 virka daga og 11:00-15:00 laugardaga
Pixlar X Datatech

Um Okkur

Datatech var stofnað árið 2012 af Andra Steini Jóhannssyni.

Við sérhæfum okkur í gagnabjörgun af hörðum diskum, SSD drifum, RAID stæðum, minniskortum og Snjallsímum. Fyrirtækið var stofnað 2012 og við höfum unnið fyrir ýmsar ríkisstofnanir, fyrirtæki og einstaklinga. Við erum eina fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í gagnabjörgun og notumst alltaf við viðurkenndar aðferðir og nýjustu tækni í gagnabjörgun. Við erum í góðu samstarfi við öll helstu upplýsingatækni fyrirtæki á landinu. Við erum með vottun frá IPDRA sem er samtök gagnabjörgunarfyrirtækja í heiminum og vinnum eftir þeirra stöðlum. Við sækjum einnig reglulega ráðstefnur erlendis til að fylgjast með nýjungum á þessu sviði. Við leggjum mikla áherslu á trúnað og gögn viðskiptavina eru alltaf örugg hjá okkur, Eftir afhendingu gagna til viðskiptavina er öllum afritum eytt strax.

Datatech.is er rekið af félaginu Dtech ehf kt. 420115-0240 vsk nr. 119183

Hugmyndin af fyrirtækinu vaknaði þegar Andri stofnandi félagsins vann hjá Opnum Kerfum við viðgerðir og uppfærslur á tölvubúnaði. Algengt var að viðskiptavinir kæmu með bilaða harða diska sem ekki var hægt að ná gögnunum af með þeim verkfærum og aðferðum sem venjulegt tölvuverkstæði höfðu yfir að ráða og var yfirleitt sagt við þá án þess að skoða það nánar að ekkert væri hægt að gera til að endurheimta gögnin! Þannig að Andri hóf þá að kynna sér hvaða lausnir væru í boði á markaðnum.

Móttaka Verkefna

Móttaka Verkefna í Reykjavík fer fram hjá Pixlar - ljósmynda og prentþjónustu

Hefur verið bætt í körfuna Skoða körfu