571-9300 datatech@datatech.is Suðurlandsbraut 52 10:00-18:00 virka daga og 11:00-15:00 laugardaga
Diskastæða

Gagnabjörgun af Diska Stæðum (RAID)

Við hjá Datatech búum yfir sérhæfðum tækjabúnaði til þess að bjarga gögnum af RAID stæðum.  Hægt er að framkvæmda RAID gagnabjörgun þegar skráargeiri (e.partition) af RAID stæðunni kemur ekki fram í Windows eða Disk utility í MAC OS og einnig þegar t.d. 2 diskar eru bilaðir í RAID stæðu eða jafnvel fleiri. Einnig getum við endurbyggt hugbúnaðar RAID sem stýrt er í t.d. Windows.
RAID gagnabjörgun Datatech fer þannig fram að við fjarlægjum alla diska úr RAID stæðunni sem þarf að bjarga gögnum af. Því næst er hver og einn diskur skoðaður og fundið út hvort um eitthvað vélbúnaðar vandamál sé að ræða í hverjum disk fyrir sig. Ef svo er þá er “gert við” þann disk eða diska sem eru bilaðir, stundum eru firmware, PCB skemmdir, eða jafnvel leshausar, spindle motor eða preamp á leshaus inn í disknum bilaður. þeir diskar sem hafa reynst bilaðir eru svo klónaðir á nýjan disk af sömu stærð. Því næst eru allir diskarnir tengdir við okkar sérhæfðu RAID gagnabjörgunartölvu og RAID stæðan endurbyggð í sýndarvél. Þegar því er lokið er loks hægt að afrita gögnin inn á nýja RAID stæðu eða aðra gagnageymslu sem viðskiptavinur óskar eftir að nota.
Hvað ber að varast? Ef þú lendir í því að RAID stæðan þín hættir að virka er mjög mikilvægt að eiga ekkert við diskana með neinum hugbúnaði eða reyna endurbyggja sjálfur. Best er að koma með hana strax til okkar og alls ekki taka diskana úr og tengja staka við tölvuna þína því bara með því að “initaliza” þá í stýrikerfið getur þú gert málið mun erfiðara og þá dýrara.

  • RAID gagnabjörgun er ekki nauðsynleg fyrir RAID1 þar sem það er aðeins speglun á tveimur diskum og hægt er að beita hefðbundinni gagnabjörgun í svoleiðis málum á þann disk sem er líklegast með nýrra afriti.
  • Hægt er að bjarga gögnum af RAID stæðum með hvaða skráarkerfi sem er. (NTFS, FAT, exFat, HFS ofl.)
  • Hægt er að bjarga gögnum af RAID stæðum með ATA(IDE) eða SATA (Serial ATA) diskum hvort sem um er að ræða Stripe, JBOD, 1E Offset, 1E Adjacent, 4, 5, 5E, 5EE, 6, 6 Adaptec og hvaða útgáfu af RAID sem er (10, 50, 51, 60 o.s.frv..)
  • Við gerum föst tilboð í öll RAID gagnabjörgunarmál og hefjum ekki vinnu fyrr en búið er að samþykkja kostnaðaráætlun.​

Ef þú hefur tapað verðmætum gögnum er fyrsta skrefið að senda okkur þjónustubeiðni og velja svo með hvaða hætti þú vilt koma búnaðinum til okkar

Umsagnir Viðskiptavina

Ég fékk mjög góða þjónustu. Mótaka verkefna er einföld og góð. Þjónustan er unnin hratt og örugglega. Í mínu tilfelli var um að ræða erfitt verkefni en ég fékk öll gögnin mín til baka.

Þorgeir Arnórsson

Stutt og laggott.. Kom með ónýtan disk en eftir mikið puð frá Datatech þá var hægt að bjarga öllu úr disknum og setja yfir í þennan "itty bitty" disk frá þeim. Draumur og allir ánægðir að geta loks séð allt aftur. Hjálp, ég er fiskur var sett í gang og allir sáttir. Hér er svo sjötta stjarnan.. *

Leifur Reynir Björnsson

Ég fékk fyrirmyndarþjónustu. Persónuleg tölvugögn mín voru illu heilli að mestu leyti vistuð á einum diski, sem varð allt í einu ólesanlegur. Eftir bilanagreiningu var mér bent á Datatech. Þar var gögnunum bjargað 100%. Öll samskipti voru eins og best verður á kosið.

Bjarni Frímann Karlsson

Virkilega hröð og professional þjónusta. Bjargaði gögnunum mínum 100% og var alltaf til staðar að svara hvaða spurningum sem er. Mæli með.

Helga Lilja Magnúsdóttir

Ég hef 2svar áður tapað gögnum og það gekk ekki að bjarga þeim. Annar diskurinn fór til Bretlands og hinn fór til viðgerðar hjá einstaklingi hér á íslandi. Ég var ekki bjartsýnn þegar móðurborð fór í fartölvunni minni og á móðurborðinu var SSD diskur. Apple verkstæði gat ekkert gert fyrir mig og bentu mér á Datatech en lofuðu ekki árangri. Ég var ekki bjartsýnn en ákvað að prófa. Ég fékk strax upplýsingar um hvað þetta myndi kosta. Eitt grunn verð sem varð að greiða fyrirfram og svo viðbótarkosnaður ef gagnabjörgun mundi takast. Þetta tók tíma en tókst og það var staðið við kosnaðaráætlunina. Ég get þeim bestu mögulegu meðmæli. Takk fyrir mig Gunnar Árnason Hljóðmaður

Gunnar Árnason

Hljóðmaður
Hefur verið bætt í körfuna Skoða körfu