
Gagnabjörgun af Hörðum Diskum
Unnt er að bjarga gögnum af öllum gerðum harðra diska, óháð stýrikerfi. Gagnabjörgunarverkefnum höfum við skipt upp í þrjá flokka eftir því hversu mikið þarf að gera til þess að bjarga gögnum. Verð á gagnabjörgun fer eftir gagnamagni, tegund disks, varahlutaverðum og eftir því hverskonar bilun er um að ræða og hvaða aðferð þarf að beita.
Datatech er eina fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í gagnabjörgun og hefur verið starfandi í faginu í yfir 11 ár og býr yfir sérhæfðum tæknibúnaði og þekkingu til að klára málin á Íslandi. Veldu trausta aðila með þekkingu og reynslu í faginu til þess að endurheimta gögnin þin.
Í þessum flokki eru flest „einföldu“ verkefnin. Skilyrði fyrir þessari leið er að hana er eingöngu hægt að nota þegar vélbúnaður harða disksins er í lagi, t.d. þegar skjölum hefur óvart verið eytt eða hent úr ruslafötu stýrikerfis. Einnig ef skjöl hafa týnst án skýringa, stýrikerfi hefur hrunið, vírus eða önnur óværa hefur komist í tölvuna eða diskurinn hefur verið forsniðinn og enduruppsettur.
Í þessum flokki eru vandamálin erfiðari. Gagnabjörgun B er notuð í verkefnum t.d. þegar harður diskur sést ekki inn í „BIOS“ eða My Computer á PC tölvum eða kemur ekki fram í „Disk utility“ á Apple tölvum. Einnig ef miklar sector skemmdir eru á disknum (skemmd svæði), en þá heyrast stundum smávægilegir smellir eða surg í disknum. Í þessum flokki eru einnig vandamál sem tengjast óvirkum leshausum harða disksins, eða hugbúnaðarvillur á stýringu (e. ROM) disksins.
Erfiðustu verkefnin falla í þennan flokk. Hér þarf að skipta um varahluti innan í harða disknum, t.d. formagnara (e. pre-amp), leshausa (e. heads) o.fl. Viðgerðir sem þessar fara fram í rykhreinsuðu umhverfi og eru mjög vandasamar. Að lokinni viðgerð á vélbúnaði eru notaðar „B“ gagnabjörgunaraðferðir eins og lýst er hér að ofan.
Fyrstu aðgerðir skipta öllu máli!
Ef þú hefur lent í því óhappi að tölvan þín les ekki harða diskinn þinn er mikilvægt að slökkva strax á tölvunni eða á disknum sjálfum sé þetta utanáliggjandi diskur og taka hann úr sambandi
Ekki reyna að laga diskinn eftir ráðleggingum frá You Tube, ekki setja diskinn í frysti, eða reyna aðrar mýtur um gagnabjörgun. Ekki reyna ókeypis gagnabjörgunar hugbúnað sem þú finnur á internetinu. Varist að fara með harða diska í gagnabjörgun á venjuleg tölvuverkstæði, þar er engin sérþekking í gagnabjörgun. Ef þú vilt hámarka líkurnar á árangursríkri og öruggri gagnabjörgun, komdu þá strax með harða diskinn eða tölvuna þína í heilu lagi til okkar þar sem fagmenn okkar hafa áratuga reynslu og þekkja alla mögulegar bilanir í hörðum diskum og vita hvernig er best að endurheimta gögnin á sem öruggastan hátt og lágmarka tjón þitt.