571-9300 datatech@datatech.is Suðurlandsbraut 52 10:00-18:00 virka daga og 11:00-15:00 laugardaga
Android og iPhone gagnabjörgun

Gagnabjörgun af Snjallsímum

Við getum bjargað gögnum af öllum gerðum af snjallsímum.
Apple, Samsung, Huawei, Nokia, Sony, LG, HTC o.fl.

  1. Við getum oftast bjargað eyddum gögnum  af símum
  2. Símum sem hafa lent í vatnstjóni
  3. Brotnum og dauðum símum

Að bjarga gögnum af Snjallsímum er í raun ein flóknasta tegund gagnabjörgunarverkefna sem við hjá Datatech fáum á borðið til okkar.  T.d. síminn hefur lent í vatni eða slysi og er algjörlega óvirkur þarf að fara yfir hvern einasta hlut á móðurborðinu og finna nákvæmlega hvað er bilað og laga símann að því marki að við getum ræst hann og lesið gögnin ef honum. Oftast dugar ekki að fjarlæga aðeins Nand minni og lesa af því þar sem flestir nýir símar dulkóða gögnin með file-encryption. Þá verður að lesa gögnin í gegnum símann sjálfan og þar sem file encryption lykill er geymdur í dulkóðunar vél símans.

Snjallsímar eru í raun mjög fullkomnar örsmáar tölvur með löngum lista af allskonar pörtum sem þurfa allir að virka saman. Eins og t.d. CPU, RAM, NAND storage memory, Radio transmitter, Encryption engine, Graphic driver, lcd controller, touch controller, usb interface, Bluetooth radio, camera system ofl. Á meðan t.d. SSD diskar eru t.d. bara CPU og flash minniskubbar.

Ef þú hefur týnt verðmætum gögnum er fyrsta skrefið að senda okkur þjónustubeiðni og velja svo með hvaða hætti þú vilt koma búnaðinum til okkar

Datatech er eina fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í gagnabjörgun og hefur verið starfandi í faginu í yfir 11 ár og býr yfir sérhæfðum tæknibúnaði og þekkingu til að klára málin á Íslandi. Veldu trausta aðila með þekkingu og reynslu í faginu til þess að enduheimta gögnin þin.

Varist að fara með Snjallsíma í gagnabjörgun á venjuleg tölvuverkstæði, þar er engin sérþekking í gagnabjörgun og því líkur á að öll gögnin þín tapist.  Ef þú vilt hámarka líkurnar á árangursríkri og öruggri gagnabjörgun, komdu þá strax með Snjallsímann til okkar þar sem fagmenn okkar hafa áratuga reynslu og þekkja alla mögulegar bilanir í Snjallsímum og vita hvernig er best að endurheimta gögnin á sem öruggastan hátt og lágmarka tjón þitt.

Umsagnir Viðskiptavina

Ég fékk mjög góða þjónustu. Mótaka verkefna er einföld og góð. Þjónustan er unnin hratt og örugglega. Í mínu tilfelli var um að ræða erfitt verkefni en ég fékk öll gögnin mín til baka.

Þorgeir Arnórsson

Stutt og laggott.. Kom með ónýtan disk en eftir mikið puð frá Datatech þá var hægt að bjarga öllu úr disknum og setja yfir í þennan "itty bitty" disk frá þeim. Draumur og allir ánægðir að geta loks séð allt aftur. Hjálp, ég er fiskur var sett í gang og allir sáttir. Hér er svo sjötta stjarnan.. *

Leifur Reynir Björnsson

Ég fékk fyrirmyndarþjónustu. Persónuleg tölvugögn mín voru illu heilli að mestu leyti vistuð á einum diski, sem varð allt í einu ólesanlegur. Eftir bilanagreiningu var mér bent á Datatech. Þar var gögnunum bjargað 100%. Öll samskipti voru eins og best verður á kosið.

Bjarni Frímann Karlsson

Virkilega hröð og professional þjónusta. Bjargaði gögnunum mínum 100% og var alltaf til staðar að svara hvaða spurningum sem er. Mæli með.

Helga Lilja Magnúsdóttir

Ég hef 2svar áður tapað gögnum og það gekk ekki að bjarga þeim. Annar diskurinn fór til Bretlands og hinn fór til viðgerðar hjá einstaklingi hér á íslandi. Ég var ekki bjartsýnn þegar móðurborð fór í fartölvunni minni og á móðurborðinu var SSD diskur. Apple verkstæði gat ekkert gert fyrir mig og bentu mér á Datatech en lofuðu ekki árangri. Ég var ekki bjartsýnn en ákvað að prófa. Ég fékk strax upplýsingar um hvað þetta myndi kosta. Eitt grunn verð sem varð að greiða fyrirfram og svo viðbótarkosnaður ef gagnabjörgun mundi takast. Þetta tók tíma en tókst og það var staðið við kosnaðaráætlunina. Ég get þeim bestu mögulegu meðmæli. Takk fyrir mig Gunnar Árnason Hljóðmaður

Gunnar Árnason

Hljóðmaður
Hefur verið bætt í körfuna Skoða körfu