
Gagnabjörgun af Snjallsímum
Við getum bjargað gögnum af öllum gerðum af snjallsímum.
Apple, Samsung, Huawei, Nokia, Sony, LG, HTC o.fl.
- Við getum oftast bjargað eyddum gögnum af símum
- Símum sem hafa lent í vatnstjóni
- Brotnum og dauðum símum
Að bjarga gögnum af Snjallsímum er í raun ein flóknasta tegund gagnabjörgunarverkefna sem við hjá Datatech fáum á borðið til okkar. T.d. síminn hefur lent í vatni eða slysi og er algjörlega óvirkur þarf að fara yfir hvern einasta hlut á móðurborðinu og finna nákvæmlega hvað er bilað og laga símann að því marki að við getum ræst hann og lesið gögnin ef honum. Oftast dugar ekki að fjarlæga aðeins Nand minni og lesa af því þar sem flestir nýir símar dulkóða gögnin með file-encryption. Þá verður að lesa gögnin í gegnum símann sjálfan og þar sem file encryption lykill er geymdur í dulkóðunar vél símans.
Snjallsímar eru í raun mjög fullkomnar örsmáar tölvur með löngum lista af allskonar pörtum sem þurfa allir að virka saman. Eins og t.d. CPU, RAM, NAND storage memory, Radio transmitter, Encryption engine, Graphic driver, lcd controller, touch controller, usb interface, Bluetooth radio, camera system ofl. Á meðan t.d. SSD diskar eru t.d. bara CPU og flash minniskubbar.
Ef þú hefur týnt verðmætum gögnum er fyrsta skrefið að senda okkur þjónustubeiðni og velja svo með hvaða hætti þú vilt koma búnaðinum til okkar
Datatech er eina fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í gagnabjörgun og hefur verið starfandi í faginu í yfir 11 ár og býr yfir sérhæfðum tæknibúnaði og þekkingu til að klára málin á Íslandi. Veldu trausta aðila með þekkingu og reynslu í faginu til þess að enduheimta gögnin þin.
Varist að fara með Snjallsíma í gagnabjörgun á venjuleg tölvuverkstæði, þar er engin sérþekking í gagnabjörgun og því líkur á að öll gögnin þín tapist. Ef þú vilt hámarka líkurnar á árangursríkri og öruggri gagnabjörgun, komdu þá strax með Snjallsímann til okkar þar sem fagmenn okkar hafa áratuga reynslu og þekkja alla mögulegar bilanir í Snjallsímum og vita hvernig er best að endurheimta gögnin á sem öruggastan hátt og lágmarka tjón þitt.