571-9300 hjalp@datatech.is Suðurlandsbraut 54 10:00-18:00 virka daga og 11:00-15:00 laugardaga

GAGNAAFRITUN

Hvað getum við

gert fyrir þig?

Okkar markmið er að veita þér framúrskarandi þjónustu

Speglun

Taktu speglunarafrit af tölvunni þinni í heild sinni inn á öruggt dulkóðað svæði með Amazon S3-hlutlæsingu sem ver gögnin þín á einstakan hátt gegn netárásum og gagnagíslatökum. Ofurhröð og einföld endurheimt gagna i gengum einfalt vefviðmót.

Gagnaafritun

Taktu gagnaafrit af völdum möppum og skrám inn á örugga, dulkóðaða og vaktaða gagnageymslu með Amazon S3-hlutlæsingu sem ver gögnin þín á einstakan hátt gegn gagnagíslatökum.

Gagnaafritun

 

Gagnaafritun af öllum helstu skýjaþjónustum (SAAS) með ótakmörkuðu gagnageymsluplássi og geymslutíma. Taktu afrit af Microsoft 365, OneDrive, SharePoint, Google Workspace, Dropbox Business, Box, Salesforce o.fl.

Um okkur

Veldu sérfræðinga með þekkingu og áratuga reynslu

Datatech var stofnað árið 2012 og við höfum síðan þá þjónustað yfir 4.500 einstaklinga, fyrirtæki og ríkisstofnanir. Markmið okkar er að veita þér framúrskarandi þjónustu.

Með Datatech gagnaafritun tryggir þú öryggi gagna fyrirtækisins með sjálfvirkri og vaktaðri afritun af öllum endapunktum/vinnustöðvum, netþjónum, gagnagrunnum, Synology afritunarstæðum ofl. Hægt er að velja um að taka speglunar (e.Disk Image) afrit af tölvum sem þýðir að þá er tekið afrit af stýrikerfinu í heild sinni, öllum stillingum og notandagögnum.

Cloud to Cloud

Gagnaafritun af skýjaþjónustum

Við tökum gagnaafrit af notendum Microsoft 365 með „cloud to cloud“ gagnaafritun. Við setjum upp beina tenginu við „Microsoft tentant“ viðskiptavinar,  þá þarf ekki að setja upp neitt forrit á vinnustöð notanda, gagnaafrit af Microsoft 365 notendum eru geymd í ótakmarkaðan tíma, með óendanlegu geymsluplássi fyrir fast mánaðargjald á hvern (licenced) notanda, við tökum í leiðinni gagnaafrit af öllum (unlicenced) notendum frítt.

Ef starfsmaður t.d. hættir er einfalt mál að færa allan hans tölvupóst inn í undirmöppu hjá öðrum notanda, sama þótt þú vitir ekki hans lykilorð eða búið sé að eyða notandanum í Microsoft 365.

Við getum á sama hátt tekið gagnaafrit af OneDrive, Dropbox business, Salesforce, Box gögnum með ótakmörkuðu gagnamagni, og öll gagnaafrit eru geymd í ótakmarkaðan tíma.

Við höfum lausnina fyrir þig!

Datatech Gagnaafritun

Datatech Gagnaafritun býður upp á sjálfvirkt öryggisafritunarferli sem tryggir að gögnin þín séu alltaf örugg og tiltæk. Ferlið hefst með því að skilgreina hvaða gögn á að taka afrit af og hversu oft afritun á að eiga sér stað. Aðeins er tekið fullt afrit af hverri skrá einu sinni og svo allar breytingar sjálfkrafa í framhaldi af því. Við mælum með að stilla kerfið til að taka að minnsta kosti afrit 12 sinnum á sólarhring. Datatech Backup hugbúnaðurinn tekur svo öryggisafritin sjálfkrafa samkvæmt skilgreindri áætlun. Valið er um að fá sendar skýrslur eftir þörfum um afritun með tölvupósti og einnig fæst aðgangur að vefviðmóti til þess að stjórna afritunaráætlun, stilla geymslutíma og fylgjast með. Einnig er val um að láta okkur sjá algjörlega um þetta og þarf ekki hafa neinar áhyggjur.

Hægt er að stilla kerfið til að taka „snapshot“ af öllum gögnum, stýrikerfinu og uppsetningu sjálfkrafa. Þannig að ef það kemst til dæmis vírus inn á tölvuna sem byrjar að dulkóða gögn þá er til öruggt óumbreytanlegt afrit af þeim í Datatech Gagnaafritunar skýinu sem hægt er að endurheimta með nokkrum músarsmellum.

Datatech Backup tryggir öryggi gagna með AES-256-CTR með Poly 1305 Mac for AEAD Dulkóðun (bæði í flutningi og í hvíld), tveggja þátta auðkenningu (TOTP eða FIDO2 WebAuthn), hlutverkaskiptri aðgangsstýringu (RBAC) og öruggum gagnaflutningi sem er tryggður með TLS/SSL dulkóðun. Reglulega eru keyrðar prófanir á öryggisafritum til þess að tryggja að allt virki eins og það á að vera (backup/restore).

Miðlarar (e. servers) okkar eru hýstir á sýndarvélum hjá Amazon AWS í Frankfurt, Þýskalandi. Amazon inc. sem er eitt sterkasta fyrirtæki í heiminum er með starfsemi í yfir 190 löndum, rekur Amazon AWS og það er marg vottað og vinnur eftir eftirfarandi stöðlum: GDPR, HIPAA, SOC 1/2/3, ISO 27001, ISO 22301, ISO 9001, PCI DSS. Amazon tryggir 99.9% uppitíma skv. þeirra SLA.

Gögnin sjálf eru hýst dulkóðuð með AES-256 dulkóðun (sjá nánar hér neðar) á S3 geymslueiningum (S3 Storage Buckets) í hámarks öryggis gagnaveri FR13 Equinix í Frankfurt, Þýskalandi, þar sem hver einasta skrá er endurrituð margsinnis. Einnig er í boði að geyma gögnin á Íslandi í gegnum tengingu Advania við atNorth gagnaverið á Akureyri.

Starfsmenn Datatech, Amazon AWS, Advania, eða gagnaverana geta því aldrei séð gögnin þar sem þau eru alltaf dulkóðuð og aflæsing og birting þeirra bundin við þinn notanda.

Í dag skiptir öllu máli að huga að sjálfbærni í rekstri, hugsa vel um jörðina og dýrmæta andrúmsloftið okkar og þess vegna geymum við gögnin þín í „grænu“ kolefnishlutlausu skýi.

Equinix gagnaverið notar 100% endurnýjanlega græna orku í dag og hefur sett sér það markmið um að vera 100% kolefnishlutlaust eða Zero-Emisson fyrir árið 2030. Sjá nánar á heimasíðu þeirra Green IT – Equinix Sustainability

Amazon Web Services (AWS) stefnir að því að verða 100% kolefnishlutlaust fyrir árið 2040, áratug á undan markmiðum Parísarsáttmálans. AWS hefur þegar náð markmiði sínu sem var að nota aðeins 100% endurnýjanlega raforku fyrir árið 2023, sem er sjö árum á undan upphaflega markmiðinu sem var sett fyrir árið 2030.

Kerfisstjóri Datatech fylgist með öllum endapunktum sem eru í rekstri hjá Datatech og passar að afritun sé í lagi hjá öllum viðskiptavinum. Viðkomandi getur sett af stað afritun ef hún hefur ekki farið fram, sent uppfærslur, endurræst lykilorð, sett inn geymslutíma reglur ofl.

Dulkóðun frá hlið viðskiptavinar (e.client-side encryption) felur í sér að gögnin séu dulkóðuð áður en þau yfirgefa tækið eða kerfið sem þau eru upprunnin frá. Þetta þýðir að gögnin eru dulkóðuð á staðnum, á tölvu eða tæki notandans í gegnum Datatech Gagnaafritunar hugbúnaðinn, áður en þau eru send yfir internetið og geymd í skýinu. Aðeins notandinn sem dulkóðar gögnin hefur aðgang að dulkóðunarlyklinum sem er nauðsynlegur til að afkóða gögnin.

Gagnaver Equinix í Þýskalandi tryggja að gögnin þín séu mjög örugg og næstum ómögulegt sé að tapa þeim. Talað er um 99.999999999% endingargæði, sem stundum er kallað „11 nines“. Þetta þýðir í raun að ef þú geymir milljón hluti þá er möguleikinn á að tapa einum af þessum hlutum næstum enginn. Það er eins og að geyma milljón skrár og hafa aðeins örlitla líkur á að ein þeirra glatist á einhvern hátt.

Datatech Gagnaafritun styður S3 Object Lock á AWS S3 geymslusniðmátum, sem búa til ílát (e.bucket) með viðeigandi stillingum til að tryggja óumbreytanleika gagna (e.data-immutability). Þessir eiginleikar bjóða upp á hámarksvernd gegn gagnatapi, óviðkomandi aðgangi og gagnagíslaárásum (e.ransomware). Þetta þýðir að eftir að gögnin eru geymd, er ekki hægt að breyta eða eyða þeim fyrr en ákveðinn tími er liðinn. Þetta er sérstaklega gagnlegt til að vernda t.d. önnur skýjagögn eins og Microsoft 365 notendagögn gegn árásum.

1. Skipting gagna í búta (e. Chunks)
Þegar gögn eru afrituð, skiptir Datatech Backup þeim upp í smærri hluta sem kallast bútar eða „chunks“. Þetta þýðir að í stað þess að senda öll gögnin í einum stórum pakka eru þau brotin upp í minni einingar, sem þýðir að aðeins þarf að taka einu sinni „fullt afrit“ (e. full-backup) og í næstu afritun af sömu gögnum eru aðeins teknar breytingar (e. incremental-backup).

2. Aftvíföldun (e. Data-Deduplication)
Hver chunk er skoðaður fyrir tvíföldun (e. duplicate) áður en hann er sendur til geymslu. Ef einhver hluti gagna hefur þegar verið afritaður áður, er hann ekki afritaður aftur. Þetta sparar geymslupláss og flutningstíma.

3. Sjálfstæð geymsla búta (e. Independent Storage of Chunks)
Hver bútur (e. chunk) er geymdur sjálfstætt með einstöku auðkenni, sem auðveldar að sækja og endurheimta einstaka hluta gagna án þess að lesa öll gögnin aftur.

4. Samskeyting við endurheimt (e. Reassembly during Recovery)
Þegar gögn eru endurheimt sameinar Datatech Backup alla búta aftur til að endurgera upprunalegu skrána. Þetta gerist hratt og örugglega þar sem hvert eintak hefur einstakt auðkenni og lýsigögn til að tryggja rétta endurbyggingu.

Hægt er að velja hversu lengi afrit og breytingar eru geymdar. Hægt er að setja upp reglur í vefviðmóti til þess að stilla geymslureglur. T.d.
• Dagleg öryggisafrit: Geymd í ákveðinn fjölda daga
• Vikuleg öryggisafrit: Geymd í ákveðinn fjölda vikna
• Mánaðarleg öryggisafrit: Geymd í ákveðinn fjölda mánaða
• Árleg öryggisafrit: Geymd í ákveðinn fjölda ára

Einnig er val um að geyma öll afrit að eilífu en það mun þó kalla á sívaxandi gagnageymslu og því fylgir aukakostnaður.

Afritun Microsoft 365 umhverfisins er lykilatriði fyrir öruggan rekstur upplýsingakerfa. Ógnir koma úr öllum áttum og þeim fer sífellt fjölgandi með degi hverjum. Trygg afritun er eina leiðin til að tryggja möguleika á endurheimt gagna ef fyrirtækið lendir í netárás eða gagnagíslatöku.

Með því að afrita Microsoft 365 er einnig verið að verja fyrirtækið fyrir mannlegum mistökum ef t.d. notandi hleður niður sýktum skrám eða lekur viðkvæmum aðgangsorðum sem hleypir tölvuþrjótum inn á kerfin. Einnig kemur fyrir að óánægðir starfmenn steli gögnum og eyði þeim vísvitandi.

Ytri hættur á borð við vírusra og gagnagíslatökur hafa aldrei verið fleiri og alvarlegri. Þessar ógnir laumast inn í gegnum sakleysislega tölvupósta, Facebook leiki og viðhengi og þá oftast duga ekki til afritunar- og endurheimtar eiginleikar Microsoft 365.

Við geymum gagnaafrit af Microsoft 365 í ótakmarkaðan tíma, með ótakmörkuðu geymsluplássi fyrir fast mánaðargjald á hvern (licenced) notanda, við tökum í leiðinni gagnaafrit af (unlicenced) notendum eins og t.d. tölvupóst grúppum frítt.

Ef þig vantar aðstoð við uppsetningu, þá getum við tengst við tölvuna þína og aðstoðað þig við uppsetningu í gegnum Fjarhjálp Datatech. Tæknimaður vísar á slóð og gefur upp kóða sem sleginn er inn til að deila skjánum með tæknimanni á meðan hann setur upp hugbúnaðinn, á meðan notandi fylgist með öllu sem gert er.

Ertu klár í þetta? Prófaðu Datatech Gagnaafritun frítt í 14 daga!

AES-256 Dulkóðun

Datatech Gagnaafritun tryggir öryggi gagna með AES-256-CTR með Poly 1305 Mac for AEAD Dulkóðun (bæði í flutningi og í hvíld), tveggja þátta auðkenningu (TOTP eða FIDO2 WebAuthn), hlutverkaskiptri aðgangsstýringu (RBAC) og öruggum gagnaflutningi sem er tryggður með TLS/SSL dulkóðun. Reglulega eru keyrðar prófanir á öryggisafritum til þess að tryggja að allt virki eins og það á að vera (backup/restore).

Sjálfvirk Afritun

Datatech Gagnaafritun býður upp á sjálfvirkt öryggisafritunarferli sem tryggir að gögnin þín séu alltaf örugg og tiltæk. Ferlið hefst með því að skilgreina hvaða gögn á að taka afrit af og hversu oft afritin eiga að fara fram. Datatech Backup hugbúnaðurinn tekur svo öryggisafritin sjálfkrafa samkvæmt skilgreindum áætlunum. Þú getur valið um að fá sendar skýrslur daglega, vikulega eða mánaðarlega um afritun með tölvupósti og einnig færðu aðgang af vefviðmóti til þess að stjóra, stilla og fylgjast með.

Öflug vörn gegn gagnagíslatöku

Verðu þig fyrir Gagnagíslatöku  (e.RansomWare). Hægt er að stilla kerfið til að taka „snapshot“ af öllum gögnum, stýrikerfinu og uppsetningu sjálfkrafa. Þannig að t.d. ef það kemst vírus inn á tölvuna hjá þér sem byrjar að dulkóða gögnin þín. þá er til öruggt afrit af þeim í Datatech skýinu sem þú getur endurheimt með nokkrum músarsmellum. Fyrir aukið öryggi getum við einnig stillt kerfið til að nota einingalæsingu (e.object lock) sem tryggir að ekki er hægt að eiga neitt við afrituð gögn eða breyta þeim.

Einfalt og þægilegt viðmót

Datatech Gagnaafritun er með einstaklega þægilegu notendaviðmóti þar sem þú getur fylgst með öllum endapuntum sem þú ert með í afritun hjá okkur. Sett afritun í gang, sett inn reglur og bætt við tæjum eftir þörfum.. Þú getur líka bara látið okkur sjá um þetta og ekki haft neinar áhyggjur

Starfsmenn

Sérfræðingar reiðubúnir til aðstoðar

Það er einfalt að byrja! Prófaðu Datatech Gagnaafritun frítt í 14 daga!

Samstarfsaðilar