571-9300 hjalp@datatech.is Suðurlandsbraut 54 10:00-18:00 virka daga og 11:00-15:00 laugardaga

Með gagnabjörgun eru gögn endurheimt eftir að þau hafa glatast, verið eytt af slysni, skemmd eða orðið óaðgengileg af einhverjum sökum.

Einstaklingar og fyrirtæki geta alltaf lent í þeirri óskemmtilegu reynslu að glata gögnum sem ekki hafa verið afrituð á öruggan stað. Við björgum gögnum af hörðum diskum, SSD diskum, minniskortum, USB kubbum og snjallsímum.

Ferlið getur verið mjög flókið, sérhæft og tímafrekt. Því er mikilvægt að leita til sérfræðinga á þessu sviði.

Gagnabjörgun af snjallsímum

Við getum bjargað gögnum af öllum gerðum af snjallsímum;
Apple, Samsung, Huawei, Nokia, Sony, LG, HTC o.fl. Hvort sem þeir virka, eru með brotna skjái eða skemmdir á annan hátt.

Gagnabjörgun af fartölvum með innbyggða SSD diska

Við björgum gögnum af fartölvum sem eru með innbyggða eða “onboard” ssd diska eins og flest allar Apple tölvur nota og einnig nýlegar PC fartölvur

91

endurheimtarhlutfall gagnabjörgunar

4529

ánægðir viðskiptavinir

20

ára reynsla sérfræðinga

Fyrst þú ert hér.. Þá þarftu líklega að kynna þér gagnaafritun

Afritun og Gagnabjörgun

Spurt og  Svarað

Svör við algengustu spurningunum um Gagnabjörgun

Við byrjum alltaf á því bilanagreina búnaðinn og sendum svo nákvæma skýrslu með tölvupósti sem skýrir frá áætlaðri niðurstöðu, hvað við áætlum langan tíma í verkefnið og hversu stóru hlutfalli af gögnum við áætlum að hægt sé að bjarga, ásamt föstu verðtilboði í gagnabjörgun sem sýnir heildarkostnað við gagnabjörgun, sundurliðun á mögulegu varahlutaverði, verð á nýjum diskum undir gögn og hvort það sé farið fram á innborgun inn á málið. Þú svo annaðhvort samþykkir eða hafnar tilboðinu. Sé tilboði í gagnabjörgun hafnað er rukkað fyrir vinnustundir við bilanagreiningu skv. Verðskrá og búnaður er endursendur (sé þess óskað) með íslandspósti á kostnað þjónustukaupanda þar sem við vinnum gagnabjörgunar verkefnin á Akureyri. Við sendum búnað til baka frítt til viðskiptavina sem samþykkja tilboð í gagnabjörgun.

Erfitt er að segja til um kostnað við gagnabjörgun fyrirfram. Til eru óendanlega margar gerðir af mismunandi gagnageymslum og þær misjafnlega erfiðar viðureignar. Við byrjum alltaf á bilanagreiningu á búnaðinum, skoðum hvað þarf að gera og hvort við höfum fengið sambærileg mál til að geta áætlað tíma. Skoðum hvaða aðferð þarf að beita og hvort sé þörf á varahlutum, og ef svo er, hvað þeir kosta. Eftir þessa skoðun færðu senda skýrslu og fast tilboð í gagnabjörgun sem sýnir kostnað ef málið heppnast og einnig lágmarkskostnað ef t.d. ekki er hægt að bjarga gögnunum sem er mjög sjaldgæft eða í undir 10% tilfella.

Eftir að vinnu við gagnabjörgun er lokið færðu sendan skráalista á .html sniði sem sýnir öll þau gögn sem hægt var að bjarga og hægt er að skoða í hvaða vafra sem er. Gögnin eru afhent ýmist á nýjum flökkurum sem þú getur valið að kaupa hjá okkur eða komið með þinn eiginn eða við sendum gögnin rafrænt ef um lítið gagnamagn er að ræða (undir 100GB).

Það er mjög misjafnt hvað vinna við gagnabjörgun tekur langan tíma og fer eftir hversu flókið málið er. Þegar við t.d. fáum harða diska sem eru með mjög slitið segulyfirborð þarf að lesa mjög varlega af þeim á mun hægari hraða en þeir eru upphaflega hannaðir fyrir. Þegar þú færð skýrsluna senda eftir bilanagreiningu kemur fram í henni tímaáætlun. Þá spilar einnig inn í hvort þurfi að kaupa varahluti erlendis frá og hvort þurfi að bíða lengi eftir þeim.