571-9300 hjalp@datatech.is Suðurlandsbraut 54 10:00-18:00 virka daga og 11:00-15:00 laugardaga
Gagnabjörgun Datatech - Gagnabjörgun af Hörðum diskum - HDD Datarecovery - dead harddrive, head replacement

Fyrstu aðgerðir skipta öllu máli

Þegar þú lendir í því óhappi að ná ekki sambandi við harða diskinn þinn og gögnin eru í hættu. Þá er  mikilvægt að leita strax til fagaðila og ekki láta venjuleg tölvuverkstæði reyna gagnabjörgun fyrst, þar sem þau eru hvorki með réttu tækin eða tæknilega þekkingu til að ná árangri. Við höfum fengið mörg verkefni til okkar sem hafa farið fyrst til venjulegra tölvuverkstæða þar sem tilraunastarfsemi þeirra hefur gert illt vera og í jaðartilvikum gert gagnabjörgun ómögulega.

Gagnabjörgun af hörðum diskum

Við björgum gögnum af öllum gerðum harðra diska, óháð stýrikerfi. Gagnabjörgunarverkefnum höfum við skipt upp í þrjá flokka eftir því hversu mikið þarf að gera til þess að bjarga gögnum. Verð á gagnabjörgun fer eftir gagnamagni, tegund disks, varahlutaverðum og eftir því hverskonar bilun er um að ræða og hvaða aðferð þarf að beita.

Datatech er eina fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í gagnabjörgun og hefur verið starfandi í faginu í yfir 12 ár og býr yfir sérhæfðum tæknibúnaði og þekkingu til að klára málin hérlendis.

Sérfræðingar okkar hafa yfir 20 ára starfsreynslu í úrlausn flókinna gagnabjörgunarverkefna. þeir hafa hlotið þjálfun hjá alþjóðlegum leiðtogum í gagnabjörgun eins og Acelab og Cellebrite. Veldu trausta aðila með þekkingu og raunverulega reynslu í faginu til þess að endurheimta gögnin þin.

Flokkar gagnabjörgunarmála með verðdæmum.

Í þessum flokki eru flest „einföldu“ verkefnin. Skilyrði fyrir þessari leið er að hana er eingöngu hægt að nota þegar vélbúnaður harða disksins er í lagi, og er mögulega með smávægilegar sector skemmdir, og eins t.d. þegar skjölum hefur óvart verið eytt eða hent úr ruslafötu stýrikerfis. Einnig ef skjöl hafa týnst án skýringa, stýrikerfi hefur hrunið, diskurinn hefur verið forsniðinn eða yfirskrifaður.

Verðdæmi

Dæmi um kostnað við gagnabjörgun í flokki A: Algengur 1.0 – 2.0Tb harður diskur: 28.200- 56.400 án vsk.

Í þessum flokki eru vandamálin erfiðari. Gagnabjörgun B er notuð í verkefnum t.d. þegar harður diskur sést ekki inn í „BIOS“ eða My Computer á PC tölvum eða kemur ekki fram í „Disk utility“ á Apple tölvum. Einnig ef mikið er um skemmd svæði á disknum (sector skemmdir). Í þessum flokki eru einnig vandamál sem tengjast slitnum leshausum harða disksins, eða hugbúnaðarvillur á stýringu disksins. Venjuleg tölva nær t.d. ekki að lesa með disk þar sem einn af leshausunum getur ekki skrifað. Gagnabjörgunartæki okkar gera okkur mögulegt að slökkva og kveikja á einstökum leshausum og nær mun betri stjórn á hörðum diskum heldur en venjuleg stýrikerfi sem eru í raun með mjög takmarkaða stjórn á þeim.

Verðdæmi

Dæmi um kostnað við gagnabjörgun í flokki B: Algengur 1.0 – 2.0Tb harður diskur: 65.800 – 94.000 án vsk.

Erfiðustu verkefnin falla í þennan flokk. Hér þarf að skipta um leshausa innan í harða disknum. Viðgerðir sem þessar fara fram í rykhreinsuðu yfirþrýstu umhverfi og eru tímafrekar og vandasamar. Að lokinni viðgerð á vélbúnaði eru notaðar „B“ gagnabjörgunaraðferðir eins og lýst er hér að ofan. þegar talað er um að gera við diskinn er ekki verið að tala um að hann verði nothæfur aftur, heldur aðeins að við getum bjargað gögnum af honum með okkar sérhæfða vélbúnaði.

Verðdæmi

Dæmi um kostnað við gagnabjörgun í flokki C: Algengur 1.0-2.0 Tb harður diskur: 112.800 – 150.400 kr. + varahlutakostnaður 10.000-25.000 kr. án vsk.  (verð á varahlutum er mjög misjafnt og ræðst eftir framboði á markaðnum af varahlutum sem passa fyrir diskinn sem þarf að bjarga gögnum af). Það þarf alltaf að nota varahluti úr nákvæmlega eins disk, helst úr sömu framleiðslulotu og sá bilaði.

Þetta er aðeins til að gefa þér hugmynd um verðlagningu, það eru til endalaust margar gerðir af hörðum diskum og hvert mál er svo til einstakt þar sem slit á platterum getur verið mjög misjafnt og því miserfitt eða tímafrekt að bjarga gögnum.

Algengt er að fólk spyrji, afhverju er þetta kostnaðarsamt?

Til þess að geta boðið upp á þessa sérhæfða gagnabjörgunar-þjónustu þá þurfum við ýmiskonar mjög sérhæfð verkfæri, klefa með yfirþrýstu hreinu lofti sem gerir okkur mögulegt að opna harða diska án þess að menga þá (cleanroom), sérsmíðuð verkfæri til að skipta um leshausa og færa fjarlægja og endurraða platterum, sérstök tæki og hreinsiefni til að hreinsa plattera, sérhæfðar tölvur sem þarf að endurnýja á u.þ.b tveggja ára fresti og áskrift af sérhæfðum hugbúnaði sem bara gagnabjörgunarfyrirtæki kaupa og er þar af leiðandi mjög dýr, þar sem markaðurinn er lítill.

Endurmenntun og námskeið eru mjög kostnaðarsöm sem starfsmenn okkar þurfa sækja reglulega til að uppfæra þekkingu sína í faginu þar sem sífellt koma nýjungar á markaðinn og við þurfum því sífellt að læra á nýjan búnað og nýjar aðferðir. Starfsmenn okkar sækja reglulega námskeið hjá Acelab og Cellebrite.

Datatech hefur nánast ekkert hækkað verð síðastliðin 7 ár þrátt fyrir miklar verðlagshækknir á landinu, því má segja að verð á gagnabjörgun hafi farið lækkandi á síðustu árum.

Ef þú hefur tapað dýrmætum gögnum er fyrsta skrefið að senda okkur þjónustubeiðni og velja svo með hvaða hætti þú vilt koma búnaðinum til okkar

 

Við bilanagreinum diskinn og sendum þér svo nákvæma skýrslu sem greinir frá áætluðum líkum á endurheimt gagna og tilboð í gagnabjörgun. Við notum gagnabjörgunarbúnað frá Acelab og Deepspar sem eru frumkvöðlar í gagnabjörgun í heiminum og leiðandi í þessum bransa.

Fyrst þú ert hér… Þá er líklegt að þú þurfir að kynna þér Gagnaafritun

Fyrstu aðgerðir skipta öllu máli!

Ef þú hefur lent í því óhappi að tölvan þín les ekki harða diskinn þinn er mikilvægt að slökkva strax á tölvunni eða á disknum sjálfum sé þetta utanáliggjandi diskur og taka hann úr sambandi

Ekki reyna að laga diskinn eftir ráðleggingum frá YouTube, ekki setja diskinn í frysti, eða reyna aðrar mýtur um gagnabjörgun. Ekki reyna ókeypis gagnabjörgunar hugbúnað sem þú finnur á internetinu. Varist að fara með harða diska í gagnabjörgun á venjuleg tölvuverkstæði, þar er engin sérþekking í gagnabjörgun.  Ef þú vilt hámarka líkurnar á árangursríkri og öruggri gagnabjörgun, komdu þá strax með harða diskinn eða tölvuna þína í heilu lagi til okkar þar sem fagmenn okkar hafa áratuga reynslu og þekkja alla mögulegar bilanir í hörðum diskum og vita hvernig er best að endurheimta gögnin á sem öruggastan hátt og lágmarka tjón þitt.

Umsagnir viðskiptavina

Ég fékk mjög góða þjónustu. Móttaka verkefna er einföld og góð. Þjónustan er unnin hratt og örugglega. Í mínu tilfelli var um að ræða erfitt verkefni en ég fékk öll gögnin mín til baka.

Þorgeir Arnórsson

Stutt og laggott.. Kom með ónýtan disk en eftir mikið puð hjá Datatech var hægt að bjarga öllu úr disknum og setja yfir í þennan "itty bitty" disk frá þeim. Draumur og allir ánægðir að geta loks séð allt aftur. Hjálp, ég er fiskur var sett í gang og allir sáttir. Hér er svo sjötta stjarnan.. *

Leifur Reynir Björnsson

Ég fékk fyrirmyndarþjónustu. Persónuleg tölvugögn mín voru illu heilli að mestu leyti vistuð á einum diski, sem varð allt í einu ólesanlegur. Eftir bilanagreiningu var mér bent á Datatech. Þar var gögnunum bjargað 100%. Öll samskipti voru eins og best verður á kosið.

Bjarni Frímann Karlsson

Virkilega hröð og professional þjónusta. Bjargaði gögnunum mínum 100% og var alltaf til staðar að svara hvaða spurningum sem er. Mæli með.

Helga Lilja Magnúsdóttir

Ég hef tvisvar áður tapað gögnum og það gekk ekki að bjarga þeim. Annar diskurinn fór til Bretlands og hinn fór til viðgerðar hjá einstaklingi hér á Íslandi. Ég var ekki bjartsýnn þegar móðurborð fór í fartölvunni minni og á móðurborðinu var SSD diskur. Apple verkstæði gat ekkert gert fyrir mig og bentu mér á Datatech en lofuðu ekki árangri. Ég var ekki bjartsýnn en ákvað að prófa. Ég fékk strax upplýsingar um hvað þetta myndi kosta. Eitt grunnverð sem varð að greiða fyrirfram og svo viðbótarkostnaður ef gagnabjörgun mundi takast. Þetta tók tíma en tókst og það var staðið við kostnaðaráætlunina. Ég get þeim bestu mögulegu meðmæli. Takk fyrir mig Gunnar Árnason Hljóðmaður

Gunnar Árnason

Hljóðmaður

Starfsmenn

Sérfræðingar reiðubúnir til aðstoðar