með vaktaðari vírus- og netöryggisvörn
á hagkvæman og auðveldan hátt hvaðan og hvenær sem er
SÉRSNIÐNAR
SKÝJALAUSNIR
Með skýjalausnum er átt við tölvuhugbúnað og hýsingu gagna yfir netið sem notendur hafa aðgang að hvar sem er, hvenær sem er.
Þannig hafa fyrirtæki og starfsmenn þeirra auðveldan og hagkvæman aðgang að nauðsynlegum hugbúnaði
á borð við tölvupóst, ritvinnslu, töflureikni, fjarfundabúnaði, hópvinnukerfi og skjaladeilingu.
Þar með losna fyrirtæki undan fjárfestingu hugbúnaðar og uppsetningu kerfislausna.
Microsoft 365
Við sérhæfum okkur í skýjalausnum Microsoft 365.
Datatech er viðurkenndur samstarfsaðili Microsoft eða svokallaður Microsoft Cloud Solution Partner.
Hjá okkur færðu öll Microsoft leyfi í áskrift á bestu mögulegu kjörum, vaktaða vírus- og netöryggisvörn í skýinu, vaktaða og örugga gagnaafritun af öllum skýjagögnum.
Sérfræðingar okkar hafa yfirgripsmikla þekkingu og yfir 20 ára reynslu á Microsoft umhverfinu, öryggismálum og rekstri. Hjá okkur færðu öll Microsoft leyfi, Office pakkan, Dynamics 365 Business Central, Microsoft Defender ofl. Öll verð eru þau sömu og í evrópu umreiknuð í íslenskar krónur miðað við almennt gengi Evru. Við gefum afslætti og sérsníðum pakka fyrir stærri viðskiptavini.
Hafðu skrifstofuna í skýinu!
Microsoft 365
Microsoft 365 er heildarlausn sem sameinar allt það besta úr Office 365, Windows 11 og Enterprise Mobility + Security. Microsoft 365 er leiðandi á meðal skýjalausna þegar kemur að aukinni framleiðni með lausnum á borð við Microsoft Teams, Word, Excel og PowerPoint, ásamt snjöllum skýjalausnum og öryggi á heimsmælikvarða.
Alltaf nýjasta desktop og online útgáfa af Word, Excel, PowerPoint, OneNote.
Vertu í góðu sambandi með nýjustu útgáfum af Outlook og Exchange
Stýrðu gögnum óháð staðsetningu með OneDrive gagnageymslu.
Samvinna, fjarvinna og fjarfundir hafa aldrei verið einfaldari í framkvæmd með þeim verkfærum sem Microsoft býður upp á. Microsoft Teams er eitt öflugasta verkfærið í Microsoft 365 svítunni sem völ er á í dag fyrir samskipti, hópavinnu, fjarfundi og fjarvinnu.
Teams auðveldar starfsfólki að sinna verkefnum, bætir samvinnu starfsfólks og er hentug lausn þegar kemur að fjarfundum bæði með samstarfsfélögum og viðskiptavinum. Í Teams er einfalt að tengja saman fjölmargar þjónustur í Microsoft 365 og gera þær aðgengilegar á einum stað fyrir alla í teyminu. Fyrir starfsfólk sem er mikið á ferðinni þá er auðvelt að setja Teams upp sem app í símanum og þannig er hægt að fylgjast með þótt starfsmaður sé ekki við tölvuna.
Fáðu uppfærslu upp í Windows 11 úr Windows 7, 8, 8.1 Pro og 10
99.9% uppitími ábyrgður og þjónusta allan sólarhringinn.
Við hjálpum þér að setja upp Office 365 með þínu eigin léni
Sjálfvirk gagnaafritun af öllum Office 365 gögnum fyrirtækisins með vaktaðri gagnaafritun Datatech
Verðlisti
Veldu áskrift sem hentar þínu fyrirtæki
Kynning
Hvað er Microsoft 365?
Speglunarafritun Hvað er nú það?
Starfsmenn
Sérfræðingar reiðubúnir til aðstoðar
Eru gögnin þín raunverulega örugg? Kynntu þér Gagnaafritun af skýjaþjónustum