Stafrænar rannsóknir
Við hjá Datatech getum tekið að okkur stafrænar rannsóknir á tölvubúnaði að því gefnu að viðskiptavinur sé ekki til rannsóknar hjá Lögreglunni.
Við notum samskonar aðferðir og notaðar eru við gagnabjörgun við að afrita búnað í gegnum svokallaða skrifvara (e.write blocker) til þess að eiga ekkert við frumgögnin. Að því loknu notum við ýmsan hugbúnað til að greina gögnin og leita eftir þeim svörum sem óskað er eftir.
Við ritum ítarlega skýrslu og skilgreinum í henni nákvæmlega hvaða aðferðum var beitt við rannsóknina.
Stafrænar rannsóknir geta verið mjög tímafrekar en við gerum rannsóknaráætlun sem áætlar hversu mikill tími fer í málið áður en vinnan hefst.
Spurt og svarað
SSD diskar geyma gögn á allt annan hátt heldur en harðir diskar. Þeir nota flash minni og það eru engir segulplattar, leshausar eða aðrir hreyfanlegir partar inn í þeim. Þeir þola því betur t.d. að hristing og óhöpp. Flest allir SSD diskar eru með innbyggða dulkóðun sem gerir gagnabjörgun flókna. SSD diskar eru um 100x hraðvirkari en harðir diskar.
Það er mjög sjaldgjæft að hægt sé að bjarga gögnum eftir að SSD diskur hefur verið forsniðinn þar sem hann virkar allt öðru vísi en harður diskur. SSD diskar eru flest allir í dag svokallaða TRIM virkni eða „garbage“ collection sem varanlega eyðir blokkum sem hafa geymt gögn eftir að stýrikerfið segir diskum að eyða gögnum. Ólíkt virkni harðra diska þar sem þeir bara „fela“ gögnin fyrir stýrikerfinu en eyða þeim ekki varanlega.
Kostnaður fer eftir hvað er að disknum og þar sem það eru til endalausar tegundir af SSD diskum þurfum við að bilanagreina hvern og einn disk og gefum svo fast tilboð í gagnabjörgun eftir bilanagreiningu.
Afritun, hvað er nú það?? Prófaðu Datatech Backup frítt í 14 daga!