Webroot Vírus og netumferðarvörn í skýinu
» Næstukynslóðar vírusvörn sem notar vélnám til að greina ógnir í rauntíma og DNS netumferðarvörn
Öflug vörn fyrir fyrirtæki á hagstæðum kjörum.
Samkvæmt nýrri skýrslu CrowdStrike (2024) hefur netglæpum fjölgað umtalsvert á síðasta ári og árásir verða sífellt þróaðri og útsmognari. Smærri fyrirtæki eru nú orðin helsta skotmark netglæpamanna, einmitt vegna þess að þau eru oftar en ekki með mun takmarkaðari varnir heldur en stærri fyrirtæki og flestir halda að þetta sé bara eitthvað sem komi bara fyrir einhverja aðra eða stórfyrirtæki en það er mikill misskilningur.

Um okkur
Við erum sérfræðingar í gagna og netöryggi og höfum verið starfandi síðan 2012
Datatech var stofnað árið 2012 og við höfum síðan þá þjónustað yfir 4600 einstaklinga, fyrirtæki og ríkisstofnanir. Markmið okkar er að veita þér framúrskarandi þjónustu og hjálpa þér að lækka kostnað við rekstur upplýsingakerfa.
Hafðu samband
Fylltu út formið til að fá ókeypis 30 daga prufuaðgang af Webroot fyrir þitt fyrirtæki
Verndaðu tölvukerfi fyrirtækisins fyrir netógnum með næstukynslóðar vírusvörn
Webroot Endapunktavörn
Webroot vírusvörnin virkar eins og öflugur öryggisvörður fyrir hverja vinnutölvu í fyrirtækinu þínu. Lausnin er sérhönnuð fyrir fyrirtæki og býður upp á miðlæga stjórnun allra endapunkta í gegnum einfalt vefviðmót.
Fyrirtæki af öllum stærðum verða fyrir netárásum og vírusum daglega. Með auknum fjölda og hraða árása hefur aldrei verið mikilvægara að stöðva spilliforrit, gagnagíslatökur, vefveiðar og aðrar skaðlegar árásir sem beinast að notendum og kerfum fyrirtækja.

Webroot vírusvörnin er forvirk, öflug net og næstu kynslóðar vírusvörn sem er keyrð í skýinu, uppfærir sig í rauntíma og er einstaklega létt í keyrslu og hægir því ekki á vinnutölvum.
- Webroot tengist beint við BrightCloud Threat Intelligence gagnagrunninn sem safnar upplýsingum um ógnir í rauntíma frá milljónum tækja um allan heim
- Greinir og stöðvar nýjar ógnir innan 4 mínútna með cloud-byggðri vélgreind
- Sérhæfð vörn gegn gagnagíslatökum (e.ransomware) sem er stærsta ógn við fyrirtæki í dag
- Vinnur samhliða Microsoft Defender og bætir við mikilvægu varnarlagi
- Auðveld uppsetning og sjálfvirk uppfærsla í gegnum skýið
- Eykur rekstraröryggi upplýsingakerfa fyrirtækisins
- Tryggt netöryggi fyrirtækisins samkvæmt reglugerðum NIS1 og NIS2
Verndaðu fyrirtækið þitt fyrir netárásum fyrir aðeins 569 kr. án vsk* á mánuði fyrir hvern notanda með Webroot Endapunkta vírusvörn. (*grunnverð, afslættir eru veittir eftir fjölda notenda og lengd samnings)
Hvað segja viðskiptavinir um Webroot lausnirnar
Webroot Endapunkta og DNS netumferðarvörn
Skýjamiðið lausn sem nýtir vélnám til að verja þig fyrir netógnum
Webroot DNS netumferðarvörn
Ef þú tekur bæði Webroot vírusvörn og DNS netumferðarvörn saman færðu ókeypis aðgang í 30 daga fyrir alla starfsmenn af netöryggisþjálfun Webroot.
Starfsmenn
Sérfræðingar reiðubúnir til að aðstoða þig

Gagnaafritun Datatech
Veldu hámarks öryggi fyrir gögnin þín með vaktaðri gagnaafritun með einstakri vörn gegn netárásum
Vöktuð afritun
Gagnaöryggi
Gagnaafritun Datatech tryggir öryggi gagna með AES-256 Dulkóðun, tveggja þátta auðkenningu, hlutverkaskiptri aðgangsstýringu (RBAC) og öruggum gagnaflutningi sem er tryggður með TLS/SSL dulkóðun.
S3-Hlutlæsing
Gagnaafrit eru geymd í AWS-S3 geymslueiningum með hlutlæsingu, hlutlæsing virkar þannig að gagnaafrit eru óumbreytanleg í fyrirfram ákveðin tíma sem tryggir þig fyrir því að tölvuþrjótar geti ekki dulkóðað gagnaafrit og farið fram á lausnarfé