Mannlegi þátturinn, lykilorð og leknar aðgangsupplýsingar eru veikasti hlekkurinn í netöryggi fyrirtækja í dag: Hvað er til ráða þegar lykilorðunum fjölgar um of?
Samkvæmt skýrslu CrowdStrike (2024) voru 75% allra innbrota í tölvukerfi og skýjaþjónustur fyrirtækja framkvæmd með stolnum aðgangsupplýsingum (notendanöfnum og lykilorðum) en aðeins 25% með hefðbundnum spilliforritum.
Þessar tölur undirstrika alvarlegan veikleika í netöryggis-seiglu fyrirtækja: Starfsfólk notar allt of oft nákvæmlega sama lykilorðið á mörgum misöruggum stöðum. T.d. Nákvæmlega sama lykilorð er notað á síðum eins og Facebook, Bland.is, ýmsum blogg síðum, tölvuleikjum og jafnvel heimabankanum og það notar til að skrá sig inn á tölvukerfið í vinnunni – þar sem það á að nota einkvæmt öruggt lykilorð en gerir það samt yfirleitt ekki.
Af hverju gerir fólk þetta?
Einfalda svarið við því og við þekkjum það öll – er að það er of erfitt og flókið að muna endalaust mörg flókin lykilorð.
Af hverju skiptir þetta máli?
Þetta getur skapað hættulega keðjuverkun – þó svo tölvukerfin hjá þínu fyrirtæki séu með allar varnir upp á tíu, þá þýðir það ekki að einhver blogg síða sem starfsmaður fyrirtækisins notar sama lykilorð inn á og á tölvukerfið í vinnunni sé með almennilegar varnir og geymir jafnvel lykilorðið ódulkóðað í einföldum gagnagrunn. Tölvuþrjótar komast oft yfir stóra gagnagrunna af notanda upplýsingum og lykilorðum og leka þeim inn á siður oft á “Darkweb” þar sem aðrir tölvuþrjótar og í raun hver sem er geta nálgast þær.
Hefur lykilorðið mitt lekið?
Á vefsíðunni haveibeenpwned getur þú slegið inn tölvupóstfanginu þínu og séð hvort það hafi lekið út í gagnalekum sem síðan hefur upplýsingar um. Komi netfangið fyrir í einhverjum þeirra fær notandinn að sjá hvaða leki það var og hvenær hann átti sér stað.
Lausnin er mjög einföld: Lykilorðastjóri
Fyrirtæki þurfa veita starfsfólki lausn til að halda utan um öll lykilorð og skapa örugg flókin lykilorð samkvæmt reglum um lykilorð. Datatech er umboðsaðili NordPass, þeir spmu og NordVPN. Við hjálpum þínu fyrirtæki að innleiða NordPass og setja upp reglur til að tryggja notkun á öruggum lykilorðum: Lestu meira hér um hvernig þú átt að búa til öruggt lykilorð
NordPass gerir mögulegt að deila lykilorðum og öðrum mikilvægum upplýsingum á öruggan hátt innan fyrirtækisins. Þú getur stjórnað nákvæmlega hver hefur aðgang að hverju, búið til hópa til að deila aðgangsupplýsingum af kerfum sem hópar þurfa sameiginlegan aðgang að.

Helstu kostir NordPass:
Örugg deiling og aðgangsstýring
- Dulkóðaða deilingu á lykilorðum, greiðsluupplýsingum og öruggum minnispunktum
- Sérsniðnar heimildir fyrir hvern starfsmann
- Einfald umsýsla aðgangsheimilda við ráðningar og starfslok
Aukið öryggi fyrir viðkvæm gögn
- Ótakmarkað dulkóðað geymslupláss
- Háþróaða XChaCha20 dulkóðun
- Enginn hefur aðgang af lykilorðum nema notandinn sjálfur, hvorki Datatech né NordPass hefur aðgang.
Virkt öryggiseftirlit
- Stöðuga skönnun á skugganetinu (Darkweb) og internetinu fyrir leknum aðgangsupplýsingum
- Greiningu á veikum eða endurnýttum lykilorðum
- Ítarleg atburðarskráning á allri virkni og deilingu
Fylgni við ströngustu öryggiskröfur
- Skýrar öryggisreglur fyrir allt fyrirtækið
- Innbyggða tveggja þátta auðkenningu (2FA)
- Sjálfvirk læsingu á tækjum
Sæmþætting við önnur kerfi
- Virkar á öllum helstu stýrikerfum Windows, Mac og einnig snjall-tækjum bæði Android og IOS.
- Samhæft við Google Workspace, Entra ID, Microsoft ADFS og Okta
Yfir 7000 fyrirtæki út um allan heim treysta NordPass
NordPass verndar nú þegar yfir 7.000 fyrirtæki og 6 milljónir notenda um allan heim. Lausnin er með ISO 27001 vottun, SOC 2 Type-2 úttekt og fylgir HIPAA stöðlum.
Af hverju að kaupa NordPass áskrift hjá Datatech en ekki bara beint á heimasíðu þeirra?
- Við erum sérfræðingar í NordPass lausnunum og hjálpum þér að innleiða lausnina hjá þínu fyrirtæki
- Þú færð NordPass á hagstæðara verði hjá okkur í árlegri áskrift og afslátt eftir fjölda notanda.
- Grunnverð á Business leyfi er aðeins 569 kr án vsk í mánaðarlegri áskrift en lækkar eftir fjölda notanda og lengd samnings.
- Þú færð rafrænan reikning með greiðslufrest beint í bókhaldskerfið með frádráttarbærum virðisaukaskatt í Íslenskum krónum
- Við bjóðum upp á heildstæða nálgun í netöryggislausnum með því markmiði að byggja upp öfluga netöryggis-seiglu hjá þínu fyrirtæki.
- Við bjóðum upp á að fara yfir netöryggismálin hjá þínu fyrirtæki þér að kostnaðarlausu með því markmiði að lækka rekstrarkostnað en á sama tíma auka netöryggis-varnir og gagnavarnir. Mörg fyrirtæki eru að borga fyrir allskonar þjónustur sem hægt er að sameina undir eina og spara stórfé.
Fáðu ókeypis prufuaðgang að NordPass í 14 daga fyrir alla starfsmenn hjá þínu fyrirtæki
Með NordPass getur þitt fyrirtæki:
- Dregið verulega úr áhættu tengdri veikum lykilorðum
- Tryggt öryggi viðkvæmra upplýsinga
- Einfaldað alla lykilorðastjórnun
Hafðu samband við okkur til að fá ókeypis prufu aðgang eða til að fræðast um hvernig NordPass getur eflt netseigluna hjá þínu fyrirtæki á mjög hagkvæman hátt.
Skoðaðu allt um NordPass hér: NordPass Business lykilorðastjóri fyrir fyrirtæki
Andri Steinn Jóhannsson
Tags In
Related Posts
Flokkar
- Datatech (12)
- Datatech Backup (5)
- gagnaafritun (4)
- Gagnabjörgun (6)
- Gagnavernd (1)
- Harðir Diskar (1)
- Heimdal (1)
- Lykilorð (1)
- Lykilorðastjóri (1)
- Netafritun (4)
- Netöryggi (7)
- Örugg Afritun (5)
- Skýjaþjónustur (5)
- SSD diskar (1)
- Vírusvörn (1)
- þekking (2)