Óumbreytanleg gagnaafrit eru lykilatriði í netöryggi fyrirtækja
Veist þú hvernig gagnaafrit eru geymd hjá þínu fyrirtæki?
Það er augljóst að öryggi gagna og netvarnir fyrirtækja skipta gríðarlega miklu máli nú þegar netárásir aukast með hverjum deginum. Almennt vita stjórnendur fyrirtækja að það er mikilvægt að taka gagnaafrit en hvernig þessi gagnaafrit eru geymd skiptir hins vegar öllu máli og margir möguleikar eru í boði á markaðnum svo vanda þarf valið.
Hvort sem það snýst um að tryggja viðkvæmar upplýsingar viðskiptavina, verja hugverk, eða tryggja rekstraröryggi, þá hefur aðferðin við geymslu gagna bein áhrif á hvernig fyrirtæki halda uppi vörnum gegn gagnagíslatökum, gagnalekum og mistökum starfsmanna svo fátt eitt sé nefnt.
Gagnamagn fyrirtækja vex gríðarlega hratt með hverjum deginum og það er á ábyrgð stjórnenda að tryggja þessi gögn séu örugg og ekki sé hægt að misnota þau. Orðspor fyrirtækja geta borið mikinn hnekki ef það fréttist að fyrirtækið hafi ekki verið með varnir í lagi og að gögn viðskiptavina hafi komist í hendur netglæpamanna.
Gríðarleg aukning á netárásum og öryggisbrestum árið 2024.
Gagnaafritun er besta vörnin gegn gagnagíslatökum (e.ransomware) samkvæmt CISA netöryggistofnun bandaríkjanna. Netárásir á skýjaumhverfi fyrirtækja jukust um 75% frá 2023 til 2024 skv. skýrslu Crowdstrike
“Backups are critical in ransomware recovery and response; if you are infected, a backup may be the best way to recover your critical data.”
CISA – U.S. Cybersecurity Security Agency
S3-hlutlæsing er ein besta vörnin gegn gagnagíslatökum
Óumbreytanleg geymsla tryggir að þegar gögn hafa verið afrituð og vistuð er ekki hægt að breyta þeim, eyða þeim eða dulkóða þau. Gögnin eru algjörlega læst í fyrirfram ákveðin tíma og hvorki þú eða mögulega óboðnir gestir sem ná aðgangi að þeim geta aflæst þeim eða breytt á nokkurn hátt á þessu tímabili. Með þessu tekur þú vopnin úr höndum netglæpamanna sem stunda það að dulkóða gögn og gagnaafrit til að geta farið fram á há lausnargjöld. Smelltu hér til að lesa meira um hvernig S3-hlutlæsing virkar.
Fyrstu skrefin eftir að þú lendir í netárás
Ef fyrirtækið þitt hefur lent í netárás er mikilvægt að ná rekstrinum sem fyrst aftur í eðlilegt ástand þar sem niðritími upplýsingakerfa kostar fyrirtæki vinnutap og í flestum tilfellum gerir það óstarfhæft á meðan vinna við enduruppsetningu fer fram.
Fyrsta skrefið er að tryggja að árásaraðili sé í raun útilokaður úr öllum kerfum og koma tölvukerfum í það horf sem þau voru áður en atvikið átti sér stað. Þessi vinna er margfalt einfaldari ef fyrirtækið hefur verið með virka og vaktaða gagnaafritun eða speglunarafritun af öllum lykil netþjónum og tölvum. Hér kemur óumbreytanleg geymsla gagna aftur til sögunnar sem lykilatriði því þó svo tölvuglæpamenn hafi komist inn í kerfin þín þá geta þeir ekki dulkóðað gagnaafrit sem eru með S3 hlutlæsingu. Þannig vinnan felst einfaldlega í því að sækja nýjust speglunarafritin og enduruppsetja allar vinnutölvur og netþjóna nákvæmlega eins og þær voru áður.
Hröð endurheimt gagna
Að sækja gagnaafrit þegar á reynir er einfalt mál í gegnum vefviðmótið okkar backup.datatech.is. Gögnin eru geymd á ofurhraðvirkum S3 diskastæðum í gagnaverum í Frankfurt (á sama stað og Amazon AWS og Microsoft hýsa gögn sinna viðskiptvina) eða hjá Atnorth á Akureyri, þannig lágmarkar þú niðritíma þar sem gagnaflutningur er eins hraður og tæknilega mögulegt er. Þú getur sett tölvuna eða netþjónin aftur upp með því að sækja speglunarafritið sem virtual disk fyrir VM ware eða þú getur sótt lítð forrit sem fært er á USB kubb og ræst svo upp af honum til að enduruppsetja tölvuna eða netþjóninn nákvæmlega eins og hann var áður. Við aðstoðum auðvitað við þetta ef þörf er á því.
Að sækja gagnaafrit þegar á reynir er einfalt mál í gegnum vefviðmótið okkar backup.datatech.is. Gögnin eru geymd á ofurhraðvirkum S3 diskastæðum í gagnaverum Equinix í Frankfurt (á sama stað og Amazon AWS og Microsoft hýsa gögn sinna viðskiptvina) eða hjá Atnorth á Akureyri, þannig lágmarkar þú niðritíma þar sem gagnaflutningur er eins hraður og tæknilega mögulegt er. Þú getur sett tölvuna eða netþjóninn aftur upp með því að sækja speglunarafritið sem virtual disk fyrir VM ware eða þú getur sótt lítið forrit sem fært er á USB kubb og ræst svo upp af honum til að enduruppsetja tölvuna eða netþjóninn nákvæmlega eins og hann var áður. Við aðstoðum auðvitað við þetta ef þörf er á því.
Við bjóðum einnig upp á gagnaafritun af skýjaþjónustum en þú getur lesið allt um það hér
Tryggðu gagnaöryggi fyrirtækisins með öflugum forvörnum sem byggja á næstukynslóðar netöryggis og vírusvörn ásamt vaktaðri gagnaafritun með S3-hlutlæsingu
Þegar netógnir þróast og magnast verður ekki aðeins mikilvægt að tryggja öryggi gagna heldur einnig að vera vel undirbúinn. Með því að nýta óumbreytanlega geymslu gagna og vera með virkar netöryggis og vírusvarnir, geta fyrirtæki tryggt áframhaldandi rekstur þrátt fyrir ógnir og staðið sterkari gagnvart áskorunum stafræna heimsins.
Það er ekkert í heiminum 100% öruggt en til þess að komast sem næst því þá er einnig mikilvægt að vera með netöryggis og vírusvörn sem uppfærir sig í rauntíma. Datatech býður upp á eina bestu vörn í boði á markaðnum frá Opentext Webroot sem notar gervigreind til að fylgist með hættum á vírusum og öðrum ógnum á internetinu og uppfærir gagnagrunna sína í rauntíma í skýinu. Það þýðir að vírusvörnin hægir ekkert á vinnutölvum eins og algengt var áður. Stjórnun á kerfinu er miðlæg og notendur geta ekki breytt neinum stillingum eða eytt út hugbúnaðinum. Lestu óháða umsögn Gartner um Webroot hér.
Það er ljóst að gögn eru eitt af verðmætustu eignum fyrirtækja í dag, og hvernig við tryggjum þau getur haft bein áhrif á framtíðina. Öryggi og rekstrarstöðugleiki eru lykilatriði sem ekki má vanmeta og með gagnaafritunar og netöryggis lausnum Datatech er hægt að auka hvort tveggja.
Hjá okkur færðu sérsniðið tilboð í gagnaafritun af öllum tölvum, netþjónum, sýndarvélum og skýjagögnum fyrirtækisins. Við leggjum áherslu á gagnsæi, þú færð að vita fyrirfram hvað þjónusturnar kosta og þú færð enga óvænta bakreikninga, leyfðu okkur að hjálpa þér að auka gagnaöryggið og á sama tíma lækka rekstrarkostnað.
Andri Steinn Jóhannsson
Tags In
Related Posts
Flokkar
- Datatech (11)
- Datatech Backup (5)
- gagnaafritun (4)
- Gagnabjörgun (7)
- Harðir Diskar (2)
- Heimdal (1)
- Netafritun (4)
- Netöryggi (6)
- Örugg Afritun (4)
- Skýjaþjónustur (3)
- SSD diskar (1)
- þekking (1)