VÖKTUÐ GAGNAAFRITUN
Tryggðu öryggi gagna fyrirtækisins með gagnaafritun af vinnustöðvum, netþjónum og skýjaþjónustum.
Vöktuð, sjálfvirk og dulkóðuð gagnaafritun með S3 hlutlæsingu.
Datatech gagnaafritun styður Object Lock á AWS S3 geymslusniðmátum sem tryggja óumbreytileika gagna. Þessir eiginleikar bjóða upp á hámarksvernd gegn gagnatapi, óviðkomandi aðgangi og gagnagíslatöku.
SÉRHÆFÐ GAGNABJÖRGUN
Endurheimtu glötuð, skemmd eða óaðgengileg gögn af tölvum, hörðum diskum, minniskubbum eða snjallsímum.
Leiðtogar í gagnabjörgun á Íslandi síðan árið 2012.
Datatech er eina fyrirtækið á Íslandi sem býr yfir sérhæfðum tæknibúnaði og þekkingu til að klára gagnabjörgun hérlendis. Tölvur og símar eru viðkvæm tæki, sérstaklega eftir að hafa bilað, og því mikilvægt að forðast hnjask og áhættu við póstsendingar.
SÉRSNIÐNAR SKÝJALAUSNIR
Hafðu öll gögn fyrirtækisins aðgengileg í skýinu á hagkvæman og auðveldan hátt hvaðan og hvenær sem er.
Sérhæfum okkur í skýjalausnum Microsoft 365.
Datatech er viðurkenndur samstarfsaðili Microsoft, svokallaðu Microsoft Cloud Solution Partner, og veitir Microsoft 365 leyfi í áskrift á bestu mögulegum kjörum, með vaktaða vírus- og netöryggisvörn og örugga gagnaafritun af öllum skýjagögnum.
Okkar helstu lykiltölur
endurheimt gagnabjörgunar
ánægðir viðskiptavinir
ára reynsla sérfræðinga
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA?
Greinar og fréttir af okkur
Mannlegi þátturinn, lykilorð og leknar aðgangsupplýsingar eru veikasti hlekkurinn í netöryggi fyrirtækja í dag: Hvað er til ráða þegar lykilorðunum fjölgar um of?
Samkvæmt skýrslu CrowdStrike (2024) voru 75% allra innbrota í tölvukerfi og skýjaþjónustur fyrirtækja framkvæmd með stolnum aðgangsupplýsingum (notendanöfnum og lykilorðum) en aðeins 25% með hefðbundnum spilliforritum.
Eru gögn og gagnaafrit íslenskra fyrirtækja örugg fyrir gagnagíslatökum? 7 ókeypis ráð til að auka gagnaöryggi hjá þínu fyrirtæki.
Eru gögn fyrirtækisins örugg? 🔒 Þarf þitt fyrirtæki að hafa áhyggjur af gagnagíslatökum? Þetta þarf ekki að vera flókið, við höfum lausnir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á frábærum kjörum og við hjálpum þér að koma þessum málum í lag! 7 ókeypis ráð um hvernig þú kemur í vegfyrir netárásir!
Þrjár varnarlínur fyrir fyrirtæki sem vilja taka sín fyrstu skref í auknu gagna og netöryggi
Hefur þú velt fyrir þér hvað myndi gerast ef tölvukerfið þitt yrði lamað í heilan dag eða marga daga? Eða ef viðkvæm viðskiptagögn myndu leka út? Fyrir mörg fyrirtæki gæti slíkt þýtt milljóna króna tap, skaddað orðspor og glataða viðskiptavini.
Staðreyndin er sú að netárásir eru ekki lengur spurning um „hvort“ heldur „hvenær“. Á meðan stór fyrirtæki fjárfesta miklum fjármunum í netöryggi standa minni fyrirtæki oft varnarlaus þar sem lítið er almennt hugsað út í þessa hluti. En góðu fréttirnar eru þær að þú þarft ekki endilega flókin og dýr kerfi til að byggja upp grunnvarnir fyrir þitt fyrirtæki.
Eru skýjagögn fyrirtækja raunverulega örugg?
Af hverju ættum við að þurfa að taka gagnaafrit af gögnum sem við notum daglega og eru geymd hjá fyrirtækjum eins og Microsoft, Google og Dropbox? Myndi maður ekki vænta þess að gögnin séu fullkomlega örugg hjá þeim og að þeim sé treystandi fyrir þeim? Þetta eru jú alþjóðleg stórfyrirtæki sem reka skýjaþjónustur sem milljónir manna út um allan heim nota.
Hefur þú tapað dýrmætum gögnum? Hvað er hægt að gera í því?
Fyrstu aðgerðir skipta öllu ef þú hefur lent í því að tapa gögnum. Hérna eru nokkur mikilvæg atriði: Fyrsta skrefið er að senda okkur þjónustubeiðni ef þú hefur tapað mikilvægum gögnum.
Hvað er S3 Hlutlæsing? Settu öryggisbelti á gögnin þín og verðu þau fyrir óhöppum eða netárásum.
S3 hlutlæsing er eins og ofuröflugur lás sem þú setur á gögnin þín í skýinu. Þegar þú læsir hlut (sem er bara fínt orð yfir skrá eða gögn), þá er eins og þú sért að setja hann í peningaskáp með tímalási. Enginn getur breytt hlutnum eða eytt honum fyrr en tíminn sem þú ákveður er liðinn. Með Datatech Gagnaafritun getur þú valið hversu lengi gögnin eiga vera óumbreytanleg. Með því…
Óumbreytanleg gagnaafrit eru lykilatriði í netöryggi fyrirtækja
Veist þú hvernig gagnaafrit eru geymd hjá þínu fyrirtæki? Það er augljóst að öryggi gagna og netvarnir fyrirtækja skipta gríðarlega miklu máli nú þegar netárásir aukast með hverjum deginum. Almennt vita stjórnendur fyrirtækja að það er mikilvægt að taka gagnaafrit en hvernig þessi gagnaafrit eru geymd skiptir hins vegar öllu máli og margir möguleikar eru í boði á markaðnum svo vanda þarf valið. Hvort sem það snýst um að tryggja…
Sértilboð á gagnabjörgun af SSD diskum með firmware eða „translator“ túlkara skemmdir á aðeins 65.900 kr. (tilboð gildir til áramóta)
Sértilboð á gagnabjörgun af sATA SSD diskum með firmware eða „translator“ túlkara skemmdir á aðeins 65.900 kr. (tilboð gildir til áramóta)Liggur hjá þér sATA (2,5″) SSD eða sATA M2.SSD diskur sem hætti að virka upp úr þurru? Við hjá Datatech.is vorum að fá glænýja uppfærslu á gagnabjörgunarbúnað okkar sem gerir okkur mögulegt að lagfæra mjög algengar túlkara „translator“ skemmdir sem eru í flestum tilfellum ástæðan fyrir því að sATA SSD oog Sata…
Skýjalausnir Fáðu tilboð í heildarlausn fyrir þitt fyrirtæki