Af hverju ættum við að þurfa að taka gagnaafrit af gögnum sem við notum daglega og eru geymd hjá fyrirtækjum eins og  Microsoft, Google og Dropbox?  Myndi maður ekki vænta þess að gögnin séu fullkomlega örugg hjá þeim og að þeim sé treystandi fyrir þeim?  Þetta eru jú alþjóðleg stórfyrirtæki sem reka skýjaþjónustur sem milljónir manna út um allan heim nota.