571-9300 hjalp@datatech.is Suðurlandsbraut 54 10:00-18:00 virka daga og 11:00-15:00 laugardaga

Þrjár varnarlínur fyrir fyrirtæki sem vilja taka sín fyrstu skref í auknu gagna og netöryggi

Hefur þú velt fyrir þér hvað myndi gerast ef tölvukerfið þitt yrði lamað í heilan dag eða marga daga? Eða ef viðkvæm viðskiptagögn myndu leka út? Fyrir mörg fyrirtæki gæti slíkt þýtt milljóna króna tap, skaddað orðspor og glataða viðskiptavini.

Staðreyndin er sú að netárásir eru ekki lengur spurning um „hvort“ heldur „hvenær“. Á meðan stór fyrirtæki fjárfesta miklum fjármunum í netöryggi standa minni fyrirtæki oft varnarlaus þar sem lítið er almennt hugsað út í þessa hluti. En góðu fréttirnar eru þær að þú þarft ekki endilega flókin og dýr kerfi til að byggja upp grunnvarnir fyrir þitt fyrirtæki.

Netárásir, Gagnagíslatökur, Lausnargjöld, „Sextortion“ og varnir gegn þeim.

Í þessari grein förum við yfir helstu ógnir sem ber að varast á internetinu og hvernig best er að tryggja gagnaöryggi hjá þér eða þínu fyritæki. Netárásir aukast með degi hverjum Datatech.is hefur undanfarin ár fengið óteljandi fyrirspurnir frá fólki sem hefur lent í ýmiskonar netárásum og net-svindli. Netárásir aukast með hverjum degi og sífellt eru að koma fram nýjar leiðir sem tölvuglæpamenn eða hakkarar nota til þess að reyna…