Tryggðu gögnin þín fyrir gagnagíslatökum og öðrum áföllum með gagnaafritun Datatech. Dulkóðuð og vöktuð afritun inn á grænt ský af öllum þínum gögnum!
Veldu sérfræðinga með þekkingu og áratuga reynslu
Datatech var stofnað árið 2012 sem fagleg gagnabjörgunarþjónusta og við höfum síðan þá þjónustað yfir 4500 einstaklinga, fyrirtæki og ríkisstofnanir. Nú bjóðum við einnig upp á þægilega afritunarþjónustu sem við köllum Datatech Gagnaafritun.
Markmið Datatech er vera leiðandi fyrirtæki í skýjalausnum og þjónustu á sviði gagnabjörgunar, gagnaafritunar og gagnaöryggis og að vera samherji sem þú getur treyst fyrir þínum gögnum og viðskiptum. Okkar leiðarljós er öryggi gagna okkar viðskiptavina sem við sköpum með sérfræðiþekkingu, faglegum vinnubrögðum og framúrskarandi þjónustu.
Með gagnaafritun Datatech tryggir þú öryggi gagna fyrirtækisins með sjálfvirkri og vaktaðri gagnaafritun af öllum endapunktum/ vinnustöðvum, Microsoft 365, netþjónum, VMware, Microsoft Hyper-V, SQL gagnagrunnum, Synology afritunarstæðum ofl. Hægt er að velja um að taka speglunar (e.Disk Image) afrit af tölvum og netþjónum sem þýðir að þá er tekið afrit af stýrikerfinu í heild sinni, öllum stillingum og notandagögnum.
Fullkomlega sjálfvirk gagnaafritun
Gagnaafritun Datatech býður upp á sjálfvirkt gagnaafritunarferli sem tryggir að gögnin þín séu alltaf örugg og tiltæk. Ferlið hefst með því að skilgreina hvaða gögn á að taka afrit af og hversu oft gagnaafritun eiga að fara fram. Aðeins er tekið fullt afrit af hverri skrá einu sinni svo breytingar sjálfkrafa í framhaldi af því.
Hugbúnaðurinn tekur svo gagnaafrit sjálfkrafa samkvæmt skilgreindum áætlunum sem stilltar eru í upphafi. Þú getur valið um að fá sendar skýrslur eftir þörfum um afritun með tölvupósti, og einnig færðu aðgang af vefviðmóti til þess að stjórna afritunaráætlun, stilla geymslutíma og fylgjast með. Þar er einnig hægt að uppfæra, setja upp eða eyða notanda hugbúnað (Datatech gagnafritun Client) á endapunktum, hægt er að setja læsingar svo að notendur geti ekki breytt gagnaafritunar stillingum í client hugbúnaði og margt fleira.
Þú hefur líka val um að láta okkur sjá um þetta algjörleg og þá þarftu ekki að gera neitt eða hafa neinar áhyggjur.
Vöktun og eftirlit með gagnaafritun
Kerfisstjóri Datatech fylgist með öllum endapunktum sem eru í afritun hjá Datatech Gagnaafritun og passar að afritun sé í lagi hjá öllum viðskiptavinum. Kerfistjóri getur sett gagnaafritun af stað ef hún hefur ekki farið fram, sent uppfærslur, endurræst lykilorð, sett inn afritunarreglur ofl.
Kerfistjóri eða aðrir geta þó aldrei séð gögnin þín, þú hefur aðeins aðgang að þeim þar sem þau eru dulkóðuð með lykli frá hlið viðskiptavinar.
Fylgstu með gagnaafritun af öllum endpunktum í þægilegu vefviðmóti Datatech
Þú færð aðgang að vefviðmóti þar sem þú getur séð alla endapunkta sem eru tengdir við Datatech gagnaafritunar kerfið, skoðað stöðu á afritun, sótt og enduruppsett afrit, sett upp reglur, stjórnað notendum, bætt við endapunktum, skoðað logga, náð í og sett upp Datatech client hugbúnaðinn fyrir Windows, Mac OS, linux og einnig Synology diskastæður.
Hvar geymir Datatech gögnin þín?
Miðlarar (e.Servers) okkar eru hýstir á sýndarvélum hjá Amazon AWS í Frankfurt, Þýskalandi. Amazon Web Services (AWS) eru leiðtogar í skýjaþjónustu í heiminum og eru með starfsemi í yfir 190 löndum. Amazon AWS vinnur eftir eftirfarandi stöðlum um meðferð og öryggi gagna: GDPR, HIPAA, SOC 1/2/3, ISO 27001, ISO 22301, ISO 9001, PCI DSS.
Amazon AWS tryggir 99.9% uppitíma skv. þeirra SLA (Service Level Agreement). Þetta þýðir að Amazon tryggir að þjónustan sé virk 99,9% af tíma í einum mánuði, en það þýðir að niðurtími gæti fræðilega verið allt að hámarki 43 mínútur og 12 sekúndur á mánuði.
Gögnin sjálf eru hýst dulkóðuð með AES-256 dulkóðun (sjá nánar hér neðar) á S3 geymslueiningum (S3 Storage Buckets) í hámarks öryggis gagnaveri FR13 Equinix í Frankfurt, Þýskalandi, þar sem hver einasta skrá er endurrituð margsinnis.
Amazon S3 tæknin er hönnuð til að tryggja 99.999999999% (11 níur) gagnavarðveislu (e.data-durability) og 99.99% sjálfgefið aðgengi (e.availability by default)
Óskir þú eftir að gögnin þín séu hýst á Íslandi, þá getum við einnig boðið upp á það í samstarfi við Advania, en gögnin eru þá hýst í gagnveri AtNorth (ICE03) á Akureyri, þetta getur verið örlítið dýrari lausn en fer algjörlega eftir því gagnamagni sem þú þarft að afrita.
Græn orka og sjálfbærnismarkmið = Grænt ský
Í dag skiptir öllu máli að huga að sjálfbærni í rekstri, hugsa vel um jörðina og dýrmæta andrúmsloftið okkar og þess vegna geymum við gögnin þín í „grænu“ kolefnishlutlausu skýi.
Equinix gagnaverið notar 100% endurnýjanlega græna orku í dag og hefur sett sér það markmið um að vera 100% kolefnishlutlaust eða (Zero-Emisson) fyrir árið 2030 sjá nánar á heimasíðu þeirra Green IT – Equinix Sustainability
Amazon Web Services (AWS) stefnir að því að verða 100% kolefnishlutlaust fyrir árið 2040, áratug á undan markmiðum Parísarsamkomulagsins. Þeir hafa þegar náð markmiði sínu sem var að nota aðeins 100% endurnýjanlega raforku fyrir árið 2023, sem er sjö árum á undan upphaflega markmiðinu sem var sett fyrir árið 2030.
Afhverju þarf að taka afrit af Microsoft 365 gögnun sem eru nú þegar hýst hjá Microsoft
- Eyðing notanda eða gagna: Mannleg mistök gerast og gögnum er eytt hvort sem það er viljandi eða ekki. Eftir 93 daga er notandinn, pósturinn og OneDrive gögnin horfin að eilífu.
-
Innri hættur: Notendur geta óvart gert mistök, hlaðið niður sýktum skrám eða lekið aðgangsorðum. Stundum stela notendur gögnum eða eyða þeim vísvitandi, eiga við sönnunargögn eða reyna að fela slóð sína. Microsoft getur ekki greint á milli slíkra atvika. Aðeins öryggisafrit tryggir að hægt sé að endurheimta gögnin.
-
Ytri hættur: Ytri hættur eins og vírusa og gagnagíslatökur hafa aldrei verið fleiri og alvarlegri. Þessar ógnir laumast inn í gegnum tölvupóst og viðhengi, þá oftast duga afritunar- og endurheimtar eiginleikar Exchange ekki til að verjast slíkum árásum
-
Lagakvaðir: Fjöldi fyrirtækja verður að hlíta reglum um vernd og aðgengi gagna. Þessar kvaðir eru mismunandi eftir löndum, en eina leiðin til að forðast sektir, refsingu eða lögsóknir vegna tapaðra gagna er að hafa trygg afrit sem auðvelt er að endurheimta.
-
Fylgir ekki afritunarstefnu: Microsoft 365 uppfyllir ekki afritunar stefnu fyrirtækisins
Gagnaafritun Microsoft 365 umhverfisins er lykilatriði fyrir öruggan rekstur upplýsingakerfa. Ógnir koma úr öllum áttum og þeim fer sífellt fjölgandi með degi hverjum. Sjálfvirk örugg afritun er eina leiðin til að tryggja möguleika á endurheimt gagna ef fyrirtækið lendir í netárás eða gagnagíslatöku.
Með því að afrita Microsoft 365 ertu að einnig að verja fyrirtækið fyrir mannlegum mistökum ef t.d. notandi hlaður niður sýktum skrám eða lekur viðkvæmum aðgangsorðum og tölvuþrjótar komast inn á kerfin. Einnig kemur fyrir að óánægðir starfmenn vísvitandi steli gögnum og eyði þeim vísvitandi,
Ytri hættur eins og vírusra og gagnagíslatökur hafa aldrei verið fleiri og alvarlegri. Þessar ógnir laumast inn í gegnum sakleysislega tölvupósta, facebook leiki og viðhengi með tölvupóstum og þá oftast duga ekki til afritunar- og endurheimtar eiginleikar Microsoft 365.
Gagnaöryggi
Gagnaafritun Datatech tryggir öryggi gagna með AES-256-CTR með Poly 1305 Mac for AEAD Dulkóðun (bæði í flutningi og í hvíld), tveggja þátta auðkenningu (TOTP eða FIDO2 WebAuthn), hlutverkaskiptri aðgangsstýringu (RBAC) og öruggum gagnaflutningi sem er tryggður með TLS/SSL dulkóðun. Reglulega eru keyrðar prófanir á öryggisafritum til þess að tryggja að allt virki eins og það á að vera (backup/restore).
Dulkóðun frá hlið viðskiptavinar
Dulkóðun frá hlið viðskiptavinar (e.client-side encryption) felur í sér að gögnin séu dulkóðuð áður en þau yfirgefa tækið eða kerfið sem þau eru upprunnin frá. Þetta þýðir að gögnin eru dulkóðuð á staðnum, á tölvu eða tæki notandans í gegnum Datatech Backup Client hugbúnaðinn, áður en þau eru send yfir internetið og geymd í skýinu. Aðeins notandinn sem dulkóðar gögnin hefur aðgang að dulkóðunarlyklinum sem er nauðsynlegur til að afkóða gögnin. Starfsmenn Datatech eða Amazon AWS geta aldrei séð gögnin þín, þú hefur þó mögleika á að leyfa kerfisstjórn Datatech að sjá skráarheiti sem gæti verið gagnlegt ef þig vantar einhverntíman aðstoð við endurheimt gagna.
S3 hlutlæsing
Gagnaafritun Datatech styður við S3 hlutlæsingu (S3 Object lock) sem er hin fullkomna vörn gegn gagnagíslatökum. Gögnin eru læst í fyrirfram ákveðin tíma og þótt svo tölvurþjótar kæmust inn í tölvukerfið þá gætu þeir ekki dulkóðað eða átt við gagnaafritin með nokkrum hætti. Lestu meira hér um S3 hlutlæsingu.
Fáðu tilboð í Gagnaafritun hjá Datatech!
Þú getur fyllt út form á vefsíðu Datatech og fengið tilboð í gagnaafritun fyrir þitt fyrirtæki. Eða ef þú vilt byrja á því að ræða málin og fá ráðgjöf, þá getur þú bókað stuttan fjarfund með okkur þar sem við förum yfir afritunarþörfina hjá þínu fyrirtæki.
Tags In
Related Posts
Flokkar
- Datatech (12)
- Datatech Backup (5)
- gagnaafritun (4)
- Gagnabjörgun (7)
- Gagnavernd (1)
- Harðir Diskar (2)
- Heimdal (1)
- Netafritun (4)
- Netöryggi (7)
- Örugg Afritun (5)
- Skýjaþjónustur (4)
- SSD diskar (1)
- Vírusvörn (1)
- þekking (2)