Hvað er S3 Hlutlæsing? Settu öryggisbelti á gögnin þín og verðu þau fyrir óhöppum eða netárásum.
S3 hlutlæsing er eins og ofuröflugur lás sem þú setur á gögnin þín í skýinu. Þegar þú læsir hlut (sem er bara fínt orð yfir skrá eða gögn), þá er eins og þú sért að setja hann í peningaskáp með tímalási. Enginn getur breytt hlutnum eða eytt honum fyrr en tíminn sem þú ákveður er liðinn. Með Datatech Gagnaafritun getur þú valið hversu lengi gögnin eiga vera óumbreytanleg. Með því að nota S3 hlutlæsingu ertu að verja gögnin þín fyrir því að tölvuþrjótar geti með nokkrum hætti dulkóðað gögnin þín og þar af leiðandi er þetta fullkomin vörn gegn gagnagíslatökum! Smelltu hér til að lesa um skilgreiningu Amazon AWS á S3 hlutlæsingu
Hvernig virkar S3 hlutlæsing?
- Tímasett vörn: Þegar þú virkjar S3 hlutlæsingu á gögnum, setur þú ákveðinn varðveislutíma. Á þessu tímabili er ekki hægt að eyða gögnunum eða breyta þeim.
- Útgáfustýring: S3 hlutlæsing vinnur með útgáfustýringu, sem þýðir að allar útgáfur af skjölum eru geymdar. Þetta tryggir að jafnvel þótt einhver reyni að breyta gögnum, er alltaf hægt að nálgast upprunalegu útgáfuna.
- WORM-líkan: S3 hlutlæsing notast við svokallað WORM-líkan (Write Once, Read Many). Þetta þýðir að gögnin eru skrifuð einu sinni en hægt er að lesa þau oft, sem tryggir heilleika gagnanna.
S3 hlutlás kemur í veg fyrir varanlega eyðingu hluta á tímabili sem viðskiptavinurinn skilgreinir, svo þú getir framfylgt geymslureglum sem viðbótarlagi gagnaverndar eða til að uppfylla reglur fyrirtækisins um geymslu gagna.
Með S3 hlutlás er S3 útgáfustýring sjálfkrafa virkjuð og þessir eiginleikar vinna saman til að koma í veg fyrir að læstar útgáfur hluta séu varanlega eyðilagðar (óviljandi eða viljandi) eða yfirskrifaðar með því að nota skrifa-einu-sinni-lesa-oft ( write-once-read-many ) WORM líkan.
Hver fann upp á S3 hlutlæsingu?
S3 hlutlæsing (S3 Object Lock) var það þróað af Amazon Web Services (AWS). AWS er dótturfyrirtæki Amazon sem sérhæfir sig í skýjaþjónustu og -innviðum. S3 Object Lock er hluti af vöruframboði Amazon S3 (Simple Storage Service). Hinsvegar er hugmyndin um óumbreytanlegar gagnageymslur mun eldri. WORM tæknin á rætur sínar að rekja aftur til sjöunda áratugarins .
Ef þú mannst eftir geisladisknum sem aðeins var hægt að skrifa gögn á einu sinni, þá voru þeir fyrsti geymslumiðillinn sem notaði þessa tækni sem kallast WORM (write-once-read-many).
Hvernig getur þú innleitt S3 hlutlæsingu?
Viltu vita meira um hvernig S3 hlutlæsing getur bætt öryggi gagnanna þinna? Hafðu samband við okkur og við munum fara yfir hvernig við getum innleitt þessa öflugu gagnavörn á afrit hjá þínu fyrirtæki.
Fáðu tilboð í afritun með Datatech Gagnaafritun
Þú getur fyllt út form á vefsíðu Datatech og fengið tilboð í afritun fyrir þitt fyrirtæki. Eða ef þú vilt byrja á því að ræða málin og fá ráðgjöf, þá getur þú bókað stuttan fjarfund með okkur þar sem við förum yfir möguleikana sem Datatech Gagnaafritunar kerfið býður upp á og förum yfrir afritunarþörfina hjá þínu fyrirtæki.
Andri Steinn Jóhannsson
Tags In
Related Posts
Flokkar
- Datatech (12)
- Datatech Backup (5)
- gagnaafritun (4)
- Gagnabjörgun (7)
- Gagnavernd (1)
- Harðir Diskar (2)
- Heimdal (1)
- Netafritun (4)
- Netöryggi (7)
- Örugg Afritun (5)
- Skýjaþjónustur (4)
- SSD diskar (1)
- Vírusvörn (1)
- þekking (2)