Frá byrjun tölvualdar hefur geymsla gagna og gagnabjörgun þróast gríðarlega mikið. Með þessari grein langar okkur að tipla aðeins á sögu harða disksins, þróun og mikilvægi hans í nútíma samfélagi.


Þetta hefst allt með IBM 305 RAMAC

Hér má sjá káta karla nota fyrstu tölvuna sem segulmögnuðum hörðum disk á fimmta áratug síðustu aldar.

Harðir diskar eiga sér mikilvæga og merkilega sögu sem hefst á fimmta áratug síðustu aldar. IBM kynnir fyrir heiminum fyrstu tölvuna sem notar segulmagnaðan harðan disk árið 1956 og kallaðist hún IBM 305 RAMAC en hún var eingöngu ætluð stórfyrirtækjum og var leigð út fyrir 3200 USD á mánuði sem væri sambærilegt á við litla 35.000 USD í dag eða um 4,6 milljónir íslenskra króna! RAMAC vó um það bil eitt tonn og var þó aðeins með 5.0 Megabæta geymsluplássi. Til samanburðar má benda á að meðal Word skjal í dag er um 5.0Mb! Þessi merkilega tölva lagði grunninn af tækninni sem notuð er enn þann daginn í dag í hörðum diskum.


IBM 1311

1963 kynnti IBM til leiks fyrsta flakkarann eða harðan disk sem hægt var að fjarlæga. Tækið fékk nafnið IBM 1311 og minnti óneitanlega mikið á plötuspilara!


Fyrsti 5.25″ harði diskurinn

Ef við spólum áfram alla leið til ársins 1980, þá kynnti Shugart Technology sem í dag er þekkt sem Seagate til leiks 5 Megabæta 5.25″ ST-506 harðan disk sem var því töluvert mikið minni um sig heldur en sá sem notaður var í IBM 305 RAMAC tölvunni. Hann kostaði á sínum tíma 1500 USD sem væri jafnt og 4.300 USD í dag eða 567.000 íslenskar krónur miðað við gengi dagsins!


Fyrsti 3.5″ harði diskurinn

Þróunin varð hröð eftir það og fyrsti 3.5″ harði diskurinn kom á markað árið 1983 frá framleiðanda sem nú er ekki til lengur en hann hét Rodime. Þessi stærð af disk var þá stöðluð og er enn þá sama stærð og notuð er á hörðum diskum í dag í t.d. borðtölvum og stærri flökkurum.

Rodime fyrsti 3.5" harði diskurinn


Fyrsti 2.5″ harði diskurinn

1988 kom á markaðinn fyrsti 2,5″ harði diskurinn sem hannaður var fyrir fartölvur. 2,5″ er enn þá stöðluð stærð sem notuð er í fartölvum og minni flökkurum en er þó að víkja fyrir M2.SSD diskum. Þessi diskur var 20 Megabæti sem þótti algjör bylting og fólk talaði um að enginn ætti eftir að lenda í því að fylla diskinn nokkurn tímann!


HP framleiðir ördisk

1992 Kom á markaðinn örlítill harður diskur frá HP sem kallaðist C3013A Kitty Hawk. Hann var með tvo 1,3″ plattera og samtals 2.1 Gígabæta eða 2100 Megabæta geymsluplássi.


Ördiskur frá Toshiba

2004 kemur á markað enn þá smærri diskur. Toshiba framleiddi þennan 0.85″ harða disk sem gat geymt 2.0 Gígabæti á hvorum platter!


Seagate Barracuda kemur á markað

2006 Seagate byrjar að framleiða Barracuda 7200.10 diskana sem voru 750GB. Þetta var enn ein byltingin í sögu harða disksins. Barracuda línan frá Seagate enn þá framleidd í dag og nú er hægt að fá diska sem eru helium fylltir með 20.0 terabæta geymsluplássi eða 20.000 Gígabæti!

Við vonum að þessi samantekt hafi verið skemmtileg, í næstu grein förum við yfir hvaða hörðu diskar okkur þykja bestir og verstir. Hverjir bila minna en aðrir o.s.frv..

Seagte Barracuda


Ef þú hefur tapað mikilvægum gögnum þá erum við hjá Datatech með yfir 11 ára reynslu í sérhæfðri gagnabjörgun, við höfum bjargað gögnum fyrir yfir 4300 ánægða viðskiptavini á þessum árum. Við búum yfir sérhæfðum gagnabjörgunar tækjum frá flottustu framleiðendum heimsins og frumherjum í faginu. Þú getur lesið þér til um gagnabjörgun af hörðum diskum hér eða Gagnabjörgun af Solid State diskum hér