Sértilboð á gagnabjörgun af sATA SSD diskum með firmware eða „translator“ túlkara skemmdir á aðeins 65.900 kr. (tilboð gildir til áramóta)

Liggur hjá þér sATA (2,5″) SSD eða sATA M2.SSD diskur sem hætti að virka upp úr þurru? Við hjá Datatech.is vorum að fá glænýja uppfærslu á gagnabjörgunarbúnað okkar sem gerir okkur mögulegt að lagfæra mjög algengar túlkara „translator“ skemmdir sem eru í flestum tilfellum ástæðan fyrir því að sATA SSD oog Sata M2 diskar hætta að virka eða koma ekki fram í stýrikerfi upp úr þurru.

Túlkari („translator“) í sATA SSD drifi er eins og „túlkur“ sem hjálpar tölvunni og disknum að tala saman. Hann tekur skipanir sem tölvan gefur og breytir þeim í aðgerðir sem diskurinn skilur. Þetta getur verið til dæmis að skrifa gögn eða lesa þau af disknum. Túlkari tryggir að gögnin fari á réttan stað og að allt virki hratt og örugglega þegar tölvan vinnur með drifið.

Við getum endurbyggt translators eða lagfært firmware á eftirfarandi stjórneiningum „controllers“ sATA SSD diska: Silicon Motion, Phison, Marvell, Samsung, Indilinx, Intel og Maxiotek

Dæmi um framleiðendur sem nota þessar stjórneiningar: ADATA, AMD, Apacer, Corsair, Crucial, KingSpec, Kingston, Lite-On, Patriot, Plextor, PNY, RevuAhn, Sandisk, Seagate, Silicon Power, Transcend, og WD (Western Digital).

Ath þetta tilboð gildir ekki um M2. NVME diska sem eru margfalt flóknari, aðeins sATA (2,5″) eða M2 SSD diska.

✅ Stofnaðu þjónustubeiðni á https://datatech.is/stofnabeidni