Gagnabjörgun af hörðum diskum og “Einar frændi”
Við hjá Datatech getum bjargað gögnum af öllum gerðum harðra diska, óháð tegund og stýrikerfi. (Hvort sem um er að ræða PC eða Mac tölvur þá erum við fullfærir á bæði…)
Datatech er eina fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig algjörlega í gagnabjörgun og hefur verið starfandi í faginu í yfir 12 ár og býr yfir sérhæfðum tæknibúnaði frá AceLab sem eru leiðtogar í faginu. Einnig erum við með búnað frá DeepSpar og HDDSurgery svo fátt eitt sé nefnt. Við höfum sankað að okkur gríðarlegri þekkingu í faginu á síðastliðnum 12 árum og höfum fulla getu til að klára okkar mál á Íslandi á meðan aðrir sem gefa sig út fyrir að bjóða upp á sambærilega þjónustu reiða sig algjörlega á það að úthýsa verkefnum til erlendra aðila. Þessi erlendu fyrirtæki eru þekkt fyrir að lokka viðskiptavini til sín með ódýru verði í gagnabjörgun þangað til þeir hafa raunverulega fengið verkefnið sent til sín þá kemur yfirleitt eitthvað „óvænt upp á“ eða kemur í ljós að bilunin er mun „alvarlegri en haldið var“ og er nú flóknara og mun dýrara heldur en það var þegar tilboðið var gert (tilboð yfirleitt bara gert með lýsingu á bilun frá viðskiptavini, sem er ómögulegt í raunveruleikanum).
Við veljum gagnsæi og gefum alltaf fast tilboð í öll verkefni sem koma til okkar og stöndum við uppgefið verð þó svo það komi fyrir að við endum á að eyða miklu meiri tíma í verkefnið en við áætluðum. Við setjum ánægju viðskiptavina okkar alltaf í fyrsta sæti.
Mikilvægt er því að vanda valið og velja trausta aðila með þekkingu og raunverulega reynslu í faginu til þess að endurheimta gögnin þin. Fyrstu aðgerðir skipta mestu máli og séu óvanir settir í málið þá geta þeir einfaldlega gert gagnabjörgun ómögulega.
Venjuleg tölvuverkstæði eða jafnvel „Einar frændi“ tæknitröll búa ekki yfir neinni þekkingu eða færni eða eru með rétta tækjabúnaðinn til þess að leysa flókin gagnabjörgunarmál. Við höfum fengið harðadiska sem hafa farið á tölvuverkstæði hér á landi sem hafa gjörsamlega komið í vegfyrir alla framtíðar möguleika á endurheimt gagna með tilraunastarfsemi sinni og vanhæfni.
Vandaðu því valið þegar kemur að því að endurheimta dýrmætu gögnin þín!
Tags In
Related Posts
Flokkar
- Datatech (11)
- Datatech Backup (5)
- gagnaafritun (4)
- Gagnabjörgun (7)
- Harðir Diskar (2)
- Heimdal (1)
- Netafritun (4)
- Netöryggi (6)
- Örugg Afritun (4)
- Skýjaþjónustur (3)
- SSD diskar (1)
- þekking (1)