Við hjá Datatech.is höfum alltaf haft gríðarlegan áhuga á vefsíðugerð og öllu sem henni tengist. Við smíðuðum sjálfir t.d. þessa vefsíðu sem þú ert að skoða núna. Það getur verið flókið og mjög tímafrekt að setja upp sína eigin vefsíðu og netverslun en með Shopify er það leikur einn þótt þú sért ekki með neina reynslu í vefsíðugerð. Við ákváðum að setja saman smá leiðbeiningar sem geta hjálpað þér með fyrstu skrefin.

Shopify er vefverslunarkerfi sem er gríðarlega vinsælt út um allan heim. Velta Shopify síðasta árs 2022 var um 5.6 billjón dollarar! Vinsældir Shopify eru svona gríðarlegar því kerfið er einstaklega notendavænt og búið er að hugsa fyrir öllum mögulegum smáatriðum. Þú getur valið um óendanlega mörg þemu (e.themes) eða útlit sem eru forhönnuð og þú sleppur því við að þurfa hanna útlit frá grunni.

  • Shopify er „mobile responsive“ sem þýðir að vefverslunin þín lítur jafnvel út hvort sem þú skoðar hana í gegnum snjallsímann þinn eða tölvuna.
  • 24/7 Þjónusta við viðskiptavini ef þú hefur einhverjar spurningar eða lendir í vandræðum með eitthvað. Þú getur alltaf haft samband og fengið svör við spurningum þínum.
  • Shopify leggur mikinn metnað í öryggi eins og SSL dulkóðun á öllum færslum.
  • Shopify stækkar með þér og þjónar einyrkjum jafnvel og stórfyrirtækjum. Það eru margskonar leiðir í boði.
  • Shopify er með sína eigin „App store“ þar sem þú getur sótt fjölmargar viðbætur eins og t.d. frá Íslandspósti til þess að skrá sendingar sjálfkrafa í póst.

Einfalt að byrja!

Þú einfaldlega ferð inn á Shopify.com og slærð inn tölvupóstfang þitt og smellir svo á „Start free trial“.

Time needed: 15 minutes

Leiðbeiningar við uppsetningu á Shopify Vefverslun.

  1. Næst smellir þú á „I´m just starting“

    Shopify Leiðbeiningar. Settu upp þína eigin netverslun

  2. Næst mælum við með að þú veljir „An online store“ og einnig „Social Media“

    Shopify Leiðbeiningar. Settu upp þína eigin netverslun

  3. Næst velur þú hvaða samfélagsmiðla þú vilt nota til að kynna vefverslunina þína.

    Shopify Leiðbeiningar. Settu upp þína eigin netverslun

  4. Næst velur þú hvernig vöru þú ætlar að selja

    Shopify Leiðbeiningar. Settu upp þína eigin netverslun

  5. Næst þarftu að búa til Shopify ID, þú getur valið að gera það með e-mail en einfaldast er að velja bara „Continue with Facebook“ og þá notar Shopify upplýsingar um þig sem eru nú þegar vistaðar hjá Facebook til þess að búa til nýjan notanda og Shopify ID eða einkenni.

    Shopify Leiðbeiningar. Settu upp þína eigin netverslun

  6. Þá kemur poppar upp síða sem biður þig um samþykki við tengingu við Facebook og þar smellir þú bara á bláa takkann eða Continue as „Nafn þitt“

    Shopify Leiðbeiningar. Settu upp þína eigin netverslun

  7. Þar næst setur þú inn tölvupóstfang þitt og smellir á „Create Shopify ID“

    Shopify Leiðbeiningar. Settu upp þína eigin netverslun

  8. Næst poppar upp þessi síða þar sem verið er að sannreyna aðganginn þinn og þú þarft ekkert að gera nema bíða..

    Shopify Leiðbeiningar. Settu upp þína eigin netverslun

  9. Núna er Shopify Aðgangurinn þinn tilbúinn!

    Shopify Leiðbeiningar. Settu upp þína eigin netverslun

Næstu skref…

  • Fínstilla netverslunina þína, velja þema, bæta við vörumerki (e.Logo) og ljósmyndum.
  • Stofna vörurnar þínar í kerfinu
  • Tengja við lén (e.Domain) hægt er að skoða hvaða .IS lén eru laus hjá isnic.is en einnig er hægt að kaupa .com eða annað hjá t.d. godaddy.com
  • Velja „Sales channels“ t.d. Facebook og Instagram
  • Velja nafn á netverslunina þína
  • Tengja vefverslunina þína við greiðslugátt (e.payment gateway)

Við tökum fyrir þessi næstu skref í næsta pósti, gangi þér vel!

Datatech.is