Datatech hefur opnað netverslun, við gerum þetta til að auka enn frekar þjónustu við okkar viðskiptavini og munum leggja áherslu á að selja ýmsar tegundir af gagnageymslum þar sem það er okkar sérsvið. Við munum bjóða upp á mjög samkeppnishæf verð þar sem við erum aðeins netverslun og erum því með litla yfirbyggingu. Við munum á næstu mánuðum bæta við vöruframboðið okkar hægt og rólega.

Allar vörur verða sendar frítt samdægurs eða næsta virka dag með Íslandspósti í næsta póstbox. Hægt er að greiða með millifærslu, debit eða kredit korti, Netgíró eða með Kortaláni frá SaltPay.

Datatech.is/verslun

Harðir diskar

Við getum útvegað harða diska frá Seagate og Western Digital sem eru stærstu framleiðendur harðra diska í heiminum á frábærum verðum. Ef þig vantar harða diska í magni þá getur þú haft samband við okkur annaðhvort í síma 571-9300 eða sent tölvupóst á datatech@datatech.is og við gerum þér tilboð. Við getum útvegað allar stærðir og gerðir hratt og örugglega.

Seagate Exos X20 20TB Harður diskur
Seagate Exos X20 20TB Harður diskur

USB lyklar

Við erum nú þegar með hágæða USB lykla á frábærum verðum frá Kingston. Kingston er bandarískt fyrirtæki og hafa verið leiðandi á þessum markaði frá árinu 1987.

256GB USB 3.2 Kingston DataTraveler Kyson Silver
256GB USB 3.2 Kingston DataTraveler Kyson Silver Minnislykill

SSD diskar

SSD diskar koma í mörgum útfærslum, þar má nefna Sata SSD, NVMe, og PCIe SSD diska. Aðalmunurinn er hraðinn sem hver úrfærsla býður uppá. SSD diskar er allt að 100X hrað virkari heldur en venjulegir harðir diskar. NVMe diskar eru þeir allra hörðustu á markaðnum. Mikilvægt er að skoða les og skrif hraða þegar valin er SSD diskur. Við munum fyrst um sinn bjóða upp á SSD diska frá Samsung og ótrúlega netta og þægilega SSD flakkara frá Intenso.

M.2 2TB Samsung 990 PRO NVMe PCIe 4.0
M.2 2TB Samsung 990 PRO NVMe PCIe 4.0

SSD Flakkarar

Við bjóðum upp á einstaklega netta og ofurhraða SSD flakkara frá Intenso bæði 500GB og 1.0TB á frábærum verðum. SSD diskar þola einnig margfalt betur hristing og ferðalög heldur en gömlu góðu hörðu diskarnir.

Intenso Premium Portable USB 3.0 SSD flakkari
Intenso Premium Portable USB 3.0 SSD flakkari

Fartölvur

Í samstarfi við Opin Kerfi bjóðum við upp á stórglæsilegar fartölvur frá HP. HP er einn þekktasti framleiðandi á tölvubúnaði í heiminum og þú getur verið viss um að með því að fjárfesta í HP tölvu að þú ert að fá hágæða endingargóða vöru sem er ætluð jafnt fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

HP Probook 450 G10 i5-1335U 16
15″ Fartölva (HP Probook 450 G10 i5-1335U 16)

Um okkur

Datatech var stofnað árið 2012 og hefur síðan þá verið leiðandi á íslenskum markaði í sérhæfðri Gagnabjörgun. Við björgum gögnum af öllum mögulegum gerðum af gagnageymslum fyrir einstaklinga. fyrirtæki og stofnanir. Við bjóðum upp á sérhæfða gagnabjörgun af hörðum diskum, SSD diskum, Myndavélakortum, USB kubbum, RAID stæðum, Snjallsímum o.fl. Ef þú hefur tapað mikilvægum tölvugögnum þá er mikilvægt að eiga ekkert við búnaðinn og koma honum beint til okkar til þess að hámarka möguleika á endur heimtingu. Þú getur stofnað þjónustubeiðni með því að smella hér og komið svo með búnaðinn til Pixlar samstarfsaðila okkar í Suðurlandsbraut 52 en þeir sjá um móttöku verkefna fyrir Datatech eða þú getur sent okkur búnaðinn með póstinum.

Við höfum nú loksins opnað okkar eigin netverslun til þess að leyfa viðskiptavinum okkar að njóta góðs af góðum kjörum sem við höfum af allskonar gagnageymslum. Þar sem við höfum stofnað til fjölda margra viðskiptatengsla við erlenda aðila í gengum árin með kaup á varahlutum til að nota við gagnabjarganir.